Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 20. ágúst 2019 17:00
Arnar Helgi Magnússon
Coutinho: Hlutirnir gengu ekki hjá Barcelona
Mynd: Getty Images
Bayern Munchen fékk í gær brasilíska miðjumanninn Philippe Coutinho á láni frá Barcelona.

Barcelona keypti Coutinho frá Liverpool í janúar 2018 á 142 milljonir punda. Coutinho hefur hins vegar ekki náð sér á strik með Börsungum og fyrir þetta tímabil var ljóst að hann ætti ekki fast sæti í liðinu.

„Hjá Barcelona þá gengu hlutirnir einfaldlega bara ekki upp. Þetta fór ekki eins og þetta átti að fara," sagði Coutinho.

„Það er fortíðin. Nú er ég kominn í nýtt félag sem ég hlakka mikið til að spila fyrir. Ég verð hérna lengi og vonandi mun ég vinna fullt af titlum hérna.

Hann segir þó að tími hans hjá Barcelona hafi ekki eingöngu verið neikvæð reynsla.

„Ég lærði mikið þrátt fyrir það að vera hjá félaginu í stuttan tíma og ég er þakklátur fyrir tíma minn þar."
Athugasemdir
banner
banner