Troy Deeney er tekinn við því hlutverki að velja úrvalslið vikunnar í ensku úrvalsdeildinni af Garth Crooks sem hefur verið í því í mörg ár. Deeney er goðsögn hjá Watford og hér má sjá hvernig úrvalslið fyrstu umferðar lítur út.
Markvörður: Nick Pope (Newcastle) - Átti flottar vörslur og var gríðarlega traustur þegar Newcastle náði að landa 1-0 sigri gegn Southampton tíu gegn ellefu.
Varnarmaður: Trent Alexander-Arnold (Liverpool) - Fann sig ekki á EM en leið mjög vel í bakverðinum hjá Liverpool sem vann 2-0 sigur gegn Ipswich. Frábær sending í aðdraganda fyrra marksins.
Varnarmaður: Ruben Dias (Manchester City) - Átti frábæran leik þegar meistararnir unnu 2-0 sigur gegn Chelsea.
Sóknarmaður: Bukayo Saka (Arsenal) - Skoraði og átti fullkomna stoðsendingu þegar Arsenal vann Wolves 2-0.
Sóknarmaður: Kai Havertz (Arsenal) - Það er mikil pressa á Havertz en hann skoraði og lék afskaplega vel í fyrsta leik.
Sóknarmaður: Mohamed Salah (Liverpool) - Stoðsending og mark frá þessum magnaða leikmanni sem er vanur því að hefja nýtt tímabil með því að skora.
Athugasemdir