Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 20. október 2021 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gummi Kalli áfram hjá Fjölni
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Karl Guðmundsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Fjölni.

„Þetta er mikið fagnaðarefni fyrir félagið enda er um að ræða einn af lykilmönnum liðsins undanfarin ár og verður það vafalaust áfram," segir í tilkynningu félagsins.

Gummi Kalli, sem er einn allra leikjahæsti leikmaður í sögu Fjölnis hefur spilað 256 leiki fyrir Fjölni og skorað í þeim 42 mörk. Í sumar lék hann tuttugu leiki í Lengjudeildinni og skoraði eitt mark.

Hann er að vonum ánægður með framlenginguna:

„Ég er mjög sáttur með að hafa framlengt samning minn við Fjölni. Mjög spennandi tímabil framundan með nýjum þjálfara sem verður skemmtilegt að vinna með. Einnig verður gaman að fylgjast með þeim fjölmörgu ungu og spræku strákum sem í Fjölni eru þróa sinn leik á næstu árum," sagði Gummi Kalli.

Á sínum meistaraflokksferli hefur Gummi Kalli alltaf spilað með Fjölni ef frá er talið tímabilið 2017 þegar hann lék með FH. Gummi Kalli er þrítugur miðjumaður sem kom til Fjölnis frá Ægi árið 2006.
Athugasemdir
banner
banner