Man Utd og Dortmund vinna að skiptidíl - Osimhen til Chelsea?
banner
   mán 20. nóvember 2023 12:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jói Berg: Gefur okkur helling að Everton sé líka þarna
watermark Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Burnley.
Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Burnley.
Mynd: Getty Images
Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley hafa farið erfiðlega af stað í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Burnley vann ensku Championship-deildina með yfirburðum á síðasta tímabili og var búist við því að liðið myndi gera fína hluti í deild þeirra bestu, en Burnley hefur aðeins tekist að sækja fjögur stig í tólf leikjum.

Liðið er sem stendur á botninum en Jóhann Berg segir að næstu tveir leikir séu gríðarlega mikilvægir. Þá spilar Burnley við West Ham og Sheffield United á heimavelli. Hann segir jafnframt að stigafrádráttur Everton geti hjálpað liðinu en tíu stig voru tekin af Everton fyrir helgi þar sem félagið var talið brotlegt gagnvart fjármálareglum.

„Við eigum tvo heimaleiki núna og það eru gríðarlega mikilvægir leikir. Það er annað lið þarna sem er núna með fjögur stig og það gefur okkur helling að Everton sé líka þarna. Þetta er hörkubarátta en við verðum að fara að vinna einhverja leiki," sagði Jóhann Berg við Fótbolta.net í gær.

„Við höldum áfram að gera það sem við gerum. Við spilum ákveðna taktík og erum mikið að halda í boltann. Það eru margir leikmenn í liðinu sem hafa ekki áður spilað á þessu stigi og þurfa að læra það. Vonandi hafa þeir gert það núna þannig að við getum sett saman einhverja leiki."

„Þetta verður alvöru barátta, en við ætlum að halda okkur við það sem erum að gera. Það er ekkert paníkk hjá okkur, allavega ekki enn," sagði hann en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
Jói Berg: Þetta er taktíkin sem við þurfum að nota
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 11 3 1 33 14 +19 36
2 Liverpool 16 10 5 1 34 14 +20 35
3 Aston Villa 15 10 2 3 34 20 +14 32
4 Man City 15 9 3 3 36 17 +19 30
5 Tottenham 15 8 3 4 29 22 +7 27
6 Man Utd 15 9 0 6 18 18 0 27
7 Newcastle 15 8 2 5 32 17 +15 26
8 Brighton 15 7 4 4 32 27 +5 25
9 West Ham 15 7 3 5 26 25 +1 24
10 Chelsea 15 5 4 6 26 24 +2 19
11 Brentford 15 5 4 6 23 21 +2 19
12 Fulham 15 5 3 7 21 26 -5 18
13 Wolves 15 5 3 7 20 25 -5 18
14 Crystal Palace 16 4 5 7 14 21 -7 17
15 Bournemouth 15 4 4 7 18 30 -12 16
16 Nott. Forest 15 3 4 8 16 27 -11 13
17 Everton 15 6 2 7 18 20 -2 10
18 Luton 15 2 3 10 16 30 -14 9
19 Burnley 15 2 1 12 15 33 -18 7
20 Sheffield Utd 15 1 2 12 11 41 -30 5
Athugasemdir
banner
banner
banner