
Það voru að berast gleðifréttir því Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er mætt aftur í leikmannahópinn hjá þýska stórveldinu Bayern München.
Hún verður í hópnum þegar liðið mætir Benfica í Meistaradeild Evrópu á morgun.
Hún verður í hópnum þegar liðið mætir Benfica í Meistaradeild Evrópu á morgun.
Hún gæti þar spilað sínar fyrstu mínútur eftir að Evrópumótinu lauk síðasta sumar. Hún spilaði meidd á mótinu en var samt sem áður einn besti leikmaður íslenska liðsins.
Karólína hefur verið fjarrri góðu gamni vegna meiðsla á læri frá því í sumar. Það hefur verið flókið að ráða við þessi meiðsli en núna horfir til bjartari tíma hjá íslensku landsliðskonunni.
Karólína hefur verið í endurhæfingu undanfarnar vikur og mánuði en byrjaði að æfa aftur með liðinu fyrr í þessum mánuði.
Það eru frábær tíðindi að hún sé að snúa aftur og verður gaman að sjá hvort hún fái að spila á morgun.
SHE'S BAAAAACK!! https://t.co/bb66RoADW6 pic.twitter.com/DjDWtiHwK6
— Melly ? (@Zadraball) December 20, 2022
Athugasemdir