Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
banner
   fös 21. janúar 2022 19:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Janus Daði spáir í 23. umferð ensku úrvalsdeildarinnar
Húsasmiðjan
Hafliði Breiðfjörð er í Búdapest og myndar íslenska liðið fyrir Handbolti.is.
Hafliði Breiðfjörð er í Búdapest og myndar íslenska liðið fyrir Handbolti.is.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Janus í leiknum gegn Danmörku í gær.
Janus í leiknum gegn Danmörku í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ástríða
Ástríða
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kemur Lingard við sögu?
Kemur Lingard við sögu?
Mynd: EPA
Sádarnir að fara rífa í gikkinn?
Sádarnir að fara rífa í gikkinn?
Mynd: EPA
23. umferð ensku úrvalsdeildarinnar hefst í kvöld með botnbaráttuslag Watford og Norwich. Umferðinni lýkur svo með nágrannaslag Chelsea og Tottenham.

Janus Daði Smárason spáir í leiki helgarinnar. Janus tekur þessa stundina þátt í lokakeppni EM í handbolta í Ungverjalandi. Janus er í lykilhlutverki í íslenska liðinu sem var ósigrað fyrir leikinn gegn Danmörku í gær.

Janus er uppalinn á Selfossi og lék einnig með Haukum áður en hann hélt í atvinnumennsku. Hann lék með Álaborg fyrstu árin í mennskunni áður en hann samdi við Göppingen í Þýskalandi þar sem hann spilar núna. Hann mun svo spila með Kolstad í Noregi á næsta tímabili.

Bjarki Már Elísson spáði í leiki síðustu umferðar og var með heilan einn leik réttan af þeim átta sem fóru fram, tveimur var frestað vegna Covid.

Svona spáir Janus leikjum helgarinnar:

Watford 2-0 Norwich
Ekki beint föstudagspartýið sem manni dreymir um. Þessi lið hafa samtals unnið einn leik af seinustu 16, en þar sem Norwich getur ekki keypt sér mark verður þetta þægilegur 2-0 sigur Warford. Má samt til með að nefna það að ég er mjög hrifinn af merkjum þessara liða.

Everton 1-3 Aston Villa
Everton hefur verið eitt allra lélegasta lið deildarinnar undanfarið og einn sigur í seinustu 13 sannar það ágætlega. Þeir komast samt snemma yfir á móti Villa og syngja níðsöngva um Steven Gerrard næstu mínútur, en verður svo fljótlega kippt niður á jörðina af Coutinho og félögum.

Brentford 1-1 Wolves
Úlfarnir eru á góðu skriði en Thomas Frank nær að kreista út gott stig á heimavelli.

Leeds 3-1 Newcastle
Ríkasta félag heims þarf sárlega á stigum að halda ef þeir ætla að vera með í deild þeirra bestu á næsta tímabili. Þeir fá þó engin stig á laugardaginn og Sádarnir fara alvarlega að íhuga að henda Eddie Howe snemma undir rútuna.

Manchester United 2-0 West Ham
Mínir menn í United hrifsa fjórða sætið af lærisveinum Moyes með magnaðri Gegenpressen, þurfum svo sem ekki að hafa fleiri orð um það. Lingard kemur inn á og klárar þetta.

Southampton 1-5 Manchester City
Það er ekkert launungarmál að City er besta lið deildarinnar. Þeir töpuðu seinast deildarleik í lok október á seinasta ári og það breytist ekki á laugardaginn.

Arsenal 1-0 Burnley
Því miður fyrir Jóa Berg og félaga verður þetta fyrsti sigurleikur Arsenal á árinu.

Crystal Palace 1-2 Liverpool
Sadio Mané og Mohamed Salah eru á AFCON, en það eru þeir Wilfried Zaha, Cheikhou Kouyaté og Jordan Ayew líka. Liverpool er að vakna til lífsins eftir erfiða jóla- og áramótatörn og ná í mikilvægan útisigur.

Leicester 2-2 Brighton
Brendan Rodgers og félagar eru enn að jafna sig eftir ótrúlegt tap gegn Tottenham í miðri viku þar sem liðið var yfir þegar tíu sekúndur voru eftir af uppbótartímanum. Þeir snúa þessu hins vegar við á sunnudaginn og skora jöfnunarmark á lokamínútunum.

Chelsea 0-2 Spurs
Antonio Conte fékk tækifæri til að sýna sig gegn sínu gamla félagi í enska deildarbikarnum fyrr í mánuðinum en var hent úr keppni. Hans menn mæta þó í sigurvímu á sunnudaginn eftir sigurinn gegn Leicester og bæta ofan á vandræði Chelsea-manna.

Fyrri spámenn:
Hörður Björgvin - 6 réttir
Sveindís Jane - 6 réttir
Aron Þrándar - 5 réttir
Siffi G - 5 réttir
Davíð Snær - 5 réttir
Benni Gumm - 5 réttir
Mist Edvards - 5 réttir
Karitas - 5 réttir
Jeppkall - 4 réttir
Ísak Bergman - 4 réttir
Albert Brynjar - 4 réttir
DigiticalCuz - 4 réttir
Sammi - 4 réttir
Áslaug Munda - 3 réttir
Elías Már - 3 réttir
Orri Steinn - 3 réttir
Davíð Atla - 2 réttir
Bjarki Már - 1 réttur
Enski boltinn - Vantar nýjan þjálfara og drulla mönnum burt
Fantabrögð - Bruno Fernandes Special
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 8 6 1 1 15 3 +12 19
2 Sunderland 9 5 2 2 11 7 +4 17
3 Man City 8 5 1 2 17 6 +11 16
4 Man Utd 9 5 1 3 15 14 +1 16
5 Bournemouth 8 4 3 1 14 11 +3 15
6 Liverpool 9 5 0 4 16 14 +2 15
7 Tottenham 8 4 2 2 14 7 +7 14
8 Chelsea 9 4 2 3 17 11 +6 14
9 Crystal Palace 8 3 4 1 12 8 +4 13
10 Brentford 9 4 1 4 14 14 0 13
11 Newcastle 9 3 3 3 9 8 +1 12
12 Aston Villa 8 3 3 2 8 8 0 12
13 Brighton 9 3 3 3 14 15 -1 12
14 Everton 8 3 2 3 9 9 0 11
15 Leeds 9 3 2 4 9 14 -5 11
16 Fulham 9 2 2 5 9 14 -5 8
17 Burnley 8 2 1 5 9 15 -6 7
18 Nott. Forest 8 1 2 5 5 15 -10 5
19 West Ham 9 1 1 7 7 20 -13 4
20 Wolves 8 0 2 6 5 16 -11 2
Athugasemdir
banner
banner