Man City að undirbúa tilboð í Guehi - Man Utd hyggst ekki fá Rashford aftur - Gomez áfram hjá Liverpool
   lau 16. október 2021 09:24
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Orri Steinn spáir í 8. umferð ensku úrvalsdeildarinnar
Húsasmiðjan
Marki fagnað í Slóveníu.
Marki fagnað í Slóveníu.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Enginn Pálmi Rafn í markinu hjá Wolves.
Enginn Pálmi Rafn í markinu hjá Wolves.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Chris Wood setur winner gegn City.
Chris Wood setur winner gegn City.
Mynd: EPA
Áttunda umferð ensku úrvalsdeildarinnar hefst í hádeginu með leik Watford og Liverpool. Umferðinni lýkur svo með leik Arsenal og Crystal Palace á mánudagskvöldið.

Orri Steinn Óskarsson, leikmaður FC Kaupmannahafnar og U19 ára landsliðsins, er spámaður umferðarinnar. Orri lék vel með U19 landsliðinu sem tryggði sér sæti í milliriðli eftir tvo sigra í Slóveníu. Orri skoraði þrjú mörk í leikjunum þremur.

Landsliðsmaðurinn Elías Már Ómarsson var spámaður síðustu umferðar og var hann með tvo hárrétta og einn réttan þar af auki.

Svona spáir Orri leikjum umferðarinnar:

Watford 0-2 Liverpool
Spenntur fyrir endukomu Ranieri en Liverpool er aðeins of stór biti fyrir Watford menn

Aston Villa 2-1 Wolves
Aston Villa með spennandi lið og þar sem Pálmi Rafn er ekki ennþá kominn í markið til að verja víti þá vinna Villa

Leicester 2-4 Manchester United
Eina rétta svarið þar sem Rashford er að mæta til baka og setur eitt á endurkomunni, Lindelöf gerir samt 2 varnarmistök

Manchester City 0-1 Burnley
Sean Dyche og 4-4-2 flat klikkar seint, liggja til baka allan leikinn og Chris Wood setur eitt í grímuna á stuðningsmönnunum á Emptyhad

Norwich 0-2 Brighton
Norwich einfaldlega ekki nogu goðir fyrir prem, 1 stig komið og sé þá ekki ógna í þessum leik

Southampton 2-1 Leeds
Þar sem það vantar alla leikmenn Leeds vegna meiðsla held ég að Southampton nái að krækja í sigur þótt Ward Prowse sé fjarverandi

Brentford 3-0 Chelsea
Chelsea ofmetnasta lið nútímans, Thomas Tuckex mun ekki eiga séns í nafna sinn og Ivan Toney setur 3

Everton 0-5 West Ham
Pabbi myndi líklegast kalla þetta leik umferðarinnar enda mikill West Ham maður. West Ham vinnur örugglega í léttum leik

Newcastle 1-1 Tottenham
Harry Kane er minn maður en hann er ennþá í sumarfríi, Newcastle menn í góðum gír eftir nýju eigendurna og ná í góðan punkt

Arsenal 0-2 Crystal Palace
Bara einfaldlega því þetta er Arsenal

Fyrri spámenn:
Benni Gumm - 5 réttir
Mist Edvards - 5 réttir
Karitas - 5 réttir
Albert Brynjar - 4 réttir
DigiticalCuz - 4 réttir
Sammi - 4 réttir
Elías Már - 3 réttir
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 21 15 4 2 40 14 +26 49
2 Man City 21 13 4 4 45 19 +26 43
3 Aston Villa 21 13 4 4 33 24 +9 43
4 Liverpool 21 10 5 6 32 28 +4 35
5 Brentford 21 10 3 8 35 28 +7 33
6 Newcastle 21 9 5 7 32 27 +5 32
7 Man Utd 21 8 8 5 36 32 +4 32
8 Chelsea 21 8 7 6 34 24 +10 31
9 Fulham 21 9 4 8 30 30 0 31
10 Sunderland 21 7 9 5 21 22 -1 30
11 Brighton 21 7 8 6 31 28 +3 29
12 Everton 21 8 5 8 23 25 -2 29
13 Crystal Palace 21 7 7 7 22 23 -1 28
14 Tottenham 21 7 6 8 30 27 +3 27
15 Bournemouth 21 6 8 7 34 40 -6 26
16 Leeds 21 5 7 9 29 37 -8 22
17 Nott. Forest 21 6 3 12 21 34 -13 21
18 West Ham 21 3 5 13 22 43 -21 14
19 Burnley 21 3 4 14 22 41 -19 13
20 Wolves 21 1 4 16 15 41 -26 7
Athugasemdir
banner
banner