Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 21. janúar 2022 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leó Ernir í Þrótt R. (Staðfest)
Mynd: Þróttur R.
Leó Ernir Reynisson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Þrótt. Leó, sem er fæddur 2001, er efnilegur miðvörður og kemur hann til Þróttar frá ÍA en er alinn upp í Fylki.

Leó hefur öðlast töluverða reynslu nú þegar, hann á að baki 29 leiki í 2. deildinni og hefur einnig leikið fyrir u16 ára landslið Íslands.

Leó er sonur Reynis Leóssonar og er honum ætlað að auka samkeppni um stöður í vörn Þróttar.

„Við höfum mikla trú á að hann falli vel að okkar leikstíl og þeim hópi ungra leikmanna sem myndar kjarnann í okkar liði,“ segir Kristján Kristjánsson formaður knd. Þróttar. „Við bindum miklar vonir við Leó og teljum að hann eigi eftir að finna hæfileikum sínum réttan farveg í Þrótti.“

Léó lék með Kára á láni frá ÍA, lék fjórtán leiki í 2. deild síðasta sumar. Hann þekkir því ágætlega til deildarinnar sem Þróttarar ætla reyna koma sér upp úr í sumar.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner