Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 21. febrúar 2020 09:05
Ívan Guðjón Baldursson
Rodri og Kroos settu sendingamet
Mynd: Getty Images
Rodri setti sendingamet í ensku úrvalsdeildinni á miðvikudagskvöldið er Manchester City hafði betur gegn West Ham United.

Rodri reyndi 188 sendingar í leiknum, sem er úrvalsdeildarmet frá því að mælingar hófust tímabilið 2003/04.

178 sendingar heppnuðust, sem er einnig úrvalsdeildarmet. Til samanburðar heppnuðust 169 sendingar hjá West Ham í leiknum.

Met Kroos er merkilegt af öðrum ástæðum en hann spilaði sinn 250. leik fyrir Real Madrid síðasta desember og var með yfir 90% heppnaðar sendingar í 250. skiptið í röð.

Þýski miðjumaðurinn hefur aldrei farið undir 90% í sendingahlutfall frá komu sinni til spænska stórveldisins. Engum öðrum leikmanni hefur tekist það í mælda knattspyrnuheiminum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner