Zubimendi til Real frekar en Arsenal? - Bundesliga leikmenn á blaði Man Utd - Alvarez ekki til sölu
   fös 21. mars 2025 12:08
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið U21: Logi Hrafn fyrirliði - Fyrsti leikur Hauks Andra
Sjö spila erlendis
Icelandair
Logi Hrafn
Logi Hrafn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haukur Andri
Haukur Andri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 13:00 mætir íslenska U21 landslið karla liði Ungverjalands í æfingaleik á Pinatar Arena á Spáni.

Leikurinn er í beinni útsendingu á síðu KSÍ í Sjónvarpi Símans og verður Fótbolti.net með uppfærslur af gangi mála á Instagram.

Þjálfarinn Ólafur Ingi Skúlason er búinn að velja byrjunarlið sitt fyrir leikinn. Haukur Andri Haraldsson spilar í dag sinn fyrsta U21 landsleik en hann er Skagamaður sem fæddur er árið 2005. Halldór Snær, Jóhannes Kristinn, Helgi Fróði og Ágúst Orri hafa spilað einn leik og aðrir fleiri. Logi Hrafn er leikjahæstur í hópnum og er hann fyrirliði liðsins.

Byrjunarliðið
Halldór Snær Georgsson (KR)

Jóhannes Kristinn Bjarnason (KR)
Logi Hrafn Róbertsson (Istra)
Hlynur Freyr Karlsson (Brommapojkarna)
Daníel Freyr Kristjánsson (Fredericia)

Eggert Aron Guðmundsson (Brann)
Helgi Fróði Ingason (Helmond Sport)
Haukur Andri Haraldsson (ÍA)

Ágúst Orri Þorsteinsson (Breiðablik)
Hilmir Rafn Mikaelsson (Viking)
Benoný Breki Andrésson (Stockport)
Athugasemdir
banner
banner
banner