Miðjumaðurinn Hamza Choudhury átti einhverja rosalegustu frammistöðu ársins í 2-1 sigri Leicester á WBA í ensku B-deildinni í gær en hann bjargaði þrisvar á línu í leiknum.
Choudhury var hluti af Leicester-liðinu sem vann enska bikarinn fyrir þremur árum.
Síðustu ár hefur hann ekki fengið stórt hlutverk í Leicester-liðinu en undir stjórn Enzo Maresca hefur hann spilað meira og meðal annars fundið sig ágætlega í hægri bakvarðarstöðunni.
Hann var í liðinu sem vann WBA, 2-1, í gær og getur liðið þakkað honum fyrir að það hafi tekið öll stigin úr leiknum. Choudhury bjargaði þrisvar sinnum á línu.
Eftir leikinn var hann valinn besti maður vallarins enda fyllilega verðskuldað. Leicester er á toppnum með 91 stig og
???? Hamza's best bits... Enjoy!
— Leicester City (@LCFC) April 20, 2024
Goodnight, Foxes ???? pic.twitter.com/PEQnZ8Fxbp
Athugasemdir