Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 21. maí 2021 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Þetta er geggjað fyrir okkur og geggjað fyrir Selfoss"
Guðný Geirsdóttir
Guðný Geirsdóttir
Mynd: Selfoss
Markvörðurinn Guðný Geirsdóttir gekk í raðir Selfoss á láni frá ÍBV fyrir tímabilið. Guðný var fengin á Selfoss í kjölfarið á því að Anke Preuss meiddist en Anke átti að verja mark liðsins í sumar.

Guðný er 23 ára gömul og hefur varið mark toppliðsins í fyrstu fjórum umferðunum. Selfoss fékk á dögunum inn Benedicte Håland sem mun berjast við Guðnýju um aðalmarkvarðarstöðuna.

En af hverju lánaði ÍBV hana í burtu?

„Það er í raun eingöngu framtíðarhugsun. Við þurftum að taka inn markmann til okkar, hvort sem það var aðalmarkmaður eða varamarkmaður. Við fengum Auði (Sveinbjörnsdóttur Scheving, frá Val) með þeim skilyrðum að hún myndi spila,“ sagði Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV, við Fótbolta.net í dag.

„Ég ræddi við Guðnýju og sagði henni að þetta væri samkeppnin. Hún vildi fara annað og fá að spila, það voru fullt af liðum á eftir henni og svo kom Selfoss upp. Það má segja að þetta er geggjað fyrir okkur og geggjað fyrir Selfoss. Staðan er þannig að hún byrjar í rammanum hér hjá ÍBV á næsta tímabili ef allt gengur vel,“ sagði Andri.

Viðtal við Guðnýju má sjá hér að neðan.
Guðný: Sýna öllum að ég á heima í deild þeirra bestu
Athugasemdir
banner
banner
banner