Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 21. maí 2022 12:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Frankfurt sendir Rangers kveðju fyrir bikarúrslitin
Mynd: EPA

Þýska liðið Frankfurt vann Evrópudeildina eftir sigur á skoska liðinu Rangers eftir vítaspyrnukeppni á miðvikudaginn síðastliðinn.


Núna klukkan 14 spilar Rangers annan úrslitaleik þar sem liðið mætir Hearts í skoska bikarnum. Frankfurt styður liðið gegn Hearts í dag. Liðið sendi skilaboð í gegnum skoska blaðið Daily Record.

„Rangers, þetta var heiður fyrir okkur. Þið voruð frábærir mótherjar með ykkar óteljandi aðdéndur. Við sýndum í sameiningu hvernig fótbolti á að vera, tilfinningaríkur, ástríðufullur og sanngjarn. Þið eruð frábært félag, sjáumst fljótlega. Takið bikarinn með ykkur heim um helgina, þið eigið það skilið," stóð á bakhlið blaðsins.


Athugasemdir
banner
banner