Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   fim 21. júlí 2022 09:19
Elvar Geir Magnússon
Gleison Bremer til Juventus (Staðfest)
Juventus er búið að kaupa brasilíska varnarmanninn Gleison Bremer frá grönnum sínum í Torino.

Þessi 25 ára leikmaður gerði fimm ára samning en honum er ætlað að fylla skarð Matthijs de Ligt sem gekk á þriðjudag í raðir Bayern München.

Bremer spilaði 110 leiki fyrir Torino eftir að hann kom frá Atletico Mineiro í Brasilíu 2018.

Hann byrjaði 33 af 38 deildarleikjum síðasta tímabils og var valinn besti varnarmaður ítölsku A-deildarinnar tímabilið 2021-22.

Juventus hafnaði í fjórða sæti á síðasta tímabili.
Athugasemdir