Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   fim 21. júlí 2022 14:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kounde ekki með í æfingaferðina - Munnlegt samkomulag við Chelsea
Jules Kounde, miðvörður Sevilla, er undir smásjá bæði Chelsea og Barcelona. Sevilla er í æfingabúðum í Portúgal fyrir komandi tímabil á Spáni.

Kounde er hins vegar ekki með í ferðinni og segir Sky Sports frá því að það sé vegna viðræðna hans við Chelsea.

Chelsea vill fá annan miðvörð í sínar raðir. Kalidou Koulibaly er mættur en fyrr í sumar fóru þeir Antonio Rudiger og Andreas Christensen.

Chelsea er sagt hafa náð munnlegu samkomulagi við Kounde í síðasta mánuði en viðræður eru í gangi um kaupverð.

Kounde er 23 ára miðvörður sem fyrst var orðaður við Chelsea í fyrra. Hann er franskur landsliðsmaður, á að baki ellefu leiki fyrir A-landsliðið.

Sjá einnig:
Sevilla hafnaði 55 milljónum frá Chelsea

Athugasemdir
banner
banner