Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   fös 21. júlí 2023 16:38
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Breiðablik fær undanþágu fyrir þriðju umferðina
Frá Kópavogsvelli.
Frá Kópavogsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leik Breiðabliks og Shamrock Rovers.
Úr leik Breiðabliks og Shamrock Rovers.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik mætir FC Kaupmannahöfn í 2. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Fyrri leikur liðanna fer fram á Kópavogsvelli á þriðjudagskvöld. Seinni leikurinn fer svo fram á Parken í Kaupmannahöfn átta dögum síðar.

Fótbolti.net hafði heyrt af því að í næstu umferð á eftir fengi Breiðablik ekki leyfi til þess að spila á Kópavogsvelli; félagið fengi ekki undanþágu til að spila leikinn á sínum heimavelli. Það reyndist þó ekki rétt.

Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, staðfesti í samtali við Fótbolta.net í dag að Breiðablik myndi spila á sínum heimavelli í 3. umferð.

Ef Breiðablik slær út FCK þá verður það í 3. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar en ef niðurstaðan veður tap í einvíginu gegn FCK þá verður það í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar.

„Við sendum undanþágubeiðni og það var rétt í þessu verið að samþykkja hana. Við fáum að vera á Kópavogsvelli," sagði Eysteinn.

Af hverju fær Breiðablik þessa undanþágu núna en ekki þegar Aberdeen kom í heimsókn 2021?

„Við vorum að græja þessi aðgönguhlið inn á völlinn, búnir að skipta um grasið sem þurfti til að mega spila Evrópuleiki í sumar. Við erum að sýna fram á að við séum að vinna í okkar málum. En auðvitað er það þannig að betur má ef duga skal, það er margt fleira sem við erum að fá undanþágu fyrir eins og ljós, fjölmiðlaaðstaða og sætafjöldi og fleira."

„Við erum þakklátir KSÍ og UEFA fyrir að veita okkar þessa undanþágu."


Uppselt á leikinn á Kópavogsvelli
„Við hefðum getað selt ennþá fleiri miða á FCK leikinn. Við verðum að selja í sæti á þann leik (má ekki hleypa fólki í grasbrekkuna), við megum fylla báðar stúkurnar en það gæti orðið þannig að stuðningsmenn FCK verða aðskildir frá okkar stuðningsmönnum og yrðu því einir í gömlu stúkunni. Það koma um 100 manns frá FCK og það verður metið hvort það verði hægt að skipta þeirri stúku eitthvað upp svo hægt verði að selja í fleiri sæti í þeirri stúku," sagði Eysteinn.
Athugasemdir
banner
banner