Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 21. september 2019 13:27
Ívan Guðjón Baldursson
England: Maddison tryggði sigur gegn Tottenham
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Leicester 2 - 1 Tottenham
0-1 Harry Kane ('29)
1-1 Ricardo Pereira ('69)
2-1 James Maddison ('85)

Leicester tók á móti Tottenham í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Fyrri hálfleikurinn var mjög jafn en gæði Harry Kane gerðu gæfumuninn og leiddu gestirnir því í leikhlé.

Kane skoraði magnað mark þar sem hann var á harðaspretti og missti jafnvægið en náði einhvern veginn að koma fætinum í knöttinn og lyfta honum yfir Kasper Schmeichel í markinu.

Seinni hálfleikurinn var svipaður þeim fyrri nema að nú var komið að heimamönnum að skora. Tottenham skoraði þó fyrst en markið dæmt af vegna rangstöðu, með aðstoð myndbandstækninnar. Þessi dómur er gríðarlega umdeildur enda lítill sem enginn munur á Heung-min Son og aftasta varnarmanni.

Ricardo Pereira jafnaði leikinn á 69. mínútu og gerði James Maddison sigurmarkið korteri síðar. Maddison skoraði glæsilegt mark með föstu og lágu skoti fyrir utan teig. Boltinn skoppaði rétt fyrir framan Paulo Gazzaniga og fór í bláhornið.

Gestirnir náðu ekki að jafna leikinn í uppbótartíma og niðurstaðan góður 2-1 sigur fyrir lærlinga Brendan Rodgers.

Leicester er með ellefu stig eftir sex umferðir og skilur Tottenham eftir með átta stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner