Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 21. september 2020 16:43
Magnús Már Einarsson
Svava í kapphlaupi við tímann fyrir stórleikinn
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Svava Rós Guðmundsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, er tæp fyrir toppslaginn gegn Svíum á morgun vegna meiðsla.

„Svava meiddist aðeins á æfingu í gær og við erum í kapphlaupi við tímann varðandi leikinn á morgun," sagði Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari á fréttamannafundi í dag.

„Annars eru allir leikmenn klárir í slaginn. Við höfum góðan tíma á milli leikja núna og eru með frábært starfsfólk sem hefur náð að hlúa vel að leikmönnum. Vonandi verða allir heilir á morgun."

Leikurinn hefst klukkan 18:00 á Laugardalsvelli á morgun en bæði Ísland og Svíþjóð eru með tólf stig eftir fjóra leiki og berjast um efsta sæti riðilsins.

Efsta sætið skilar beint sæti á EM í Englandi árið 2022 en liðin með bestan árangur í 2. sæti í riðlunum fara í umspil um sæti á EM.
Athugasemdir
banner
banner
banner