Bayern finnst óraunhæft að geta fengið Varane - Werner tilbúinn að hafna United - Sesko til Arsenal? - Klopp hrifinn af Malen - Van de Beek á förum
   fim 21. september 2023 09:30
Fótbolti.net
Kvennalandsliðið fékk einkasýningu á Heimaleiknum
Þvílík stemning var í salnum á Hótel Natura.
Þvílík stemning var í salnum á Hótel Natura.
Mynd: Heimaleikurinn
Mynd: Heimaleikurinn
Í undirbúningnum fyrir leikina gegn Wales og Þýskalandi fékk A-landslið kvenna og þjálfarateymið einkasýningu á nýju íslensku fótbolta heimildarmyndinni, Heimaleiknum.

Þvílík stemning var í salnum á Hótel Natura og mikið hlegið að þessari ótrúlega sönnu sögu um upprisu UMF Reynis á Hellissandi.

Heimaleikurinn er kómísk tilraun Kára Viðarssonar til að klára misheppnað verkefni föður síns: Að safna í lið af misgóðum heimamönnum til að spila heimaleik í Mjólkurbikarnum á 25 ára gamla vellinum þeirra á Hellissandi sem hefur aldrei verið notaður.

Myndin breiðir út boðskap ungmennafélagsandans um það að allir þeir sem hafi áhuga megi taka þátt í fótbolta, burtséð frá aldri, getu og kyni.

Myndin vann Einarinn, áhorfendaverðlaun Skjaldborgar 2023, og eins og landsliðið þá er Heimaleikurinn að fara að keppa á Evrópskri grundu í vikunni en myndin er tilnefnd til bestu norrænu heimildarmyndarinnar á Nordisk Panorama kvikmyndahátíðinni sem hefst í dag í Malmö.

Almennar sýningar hefjast í Smárabíó og Bíó Paradís Föstudaginn 13. Október. Leikstjórn: Smári Gunnarsson og Logi Sigursveinsson.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner