Bjarni Gunnarsson hefur kvatt HK, honum var þakkað fyrir sitt framlag til félagsins og óskað velfarnaðar í framtíðinni í færslu á samfélagsmiðlum í gær.
Bjarni spilaði 110 leiki fyrir HK og skoraði í þeim 35 mörk. Undanfarin þrjú tímabil hefur Bjarni lítið getað spilað, einungis komið við sögu í átján deildarleikjum.
Bjarni spilaði 110 leiki fyrir HK og skoraði í þeim 35 mörk. Undanfarin þrjú tímabil hefur Bjarni lítið getað spilað, einungis komið við sögu í átján deildarleikjum.
Bjarni er 29 ára sóknarmaður sem uppalinn er í Fjölni en kom í HK frá ÍBV í sumarglugganum 2016 eftir tvö og hálft tímabil í Eyjum.
Í 184 deildarleikjum á sínum ferli hefur Bjarni skorað 32 mörk og sjö mörk í 22 bikarleikjum. Á sínum tíma lék hann sextán leiki fyrir yngri landsliðin og skoraði í þeim fimm mörk.
Athugasemdir