sun 22. janúar 2023 23:33
Brynjar Ingi Erluson
Minnir rosalega á Arsenal-liðið fyrir 20 árum - „Óskaði þessi að þeir myndu skjóta af löngu færi"
Gary Neville
Gary Neville
Mynd: Getty Images
Thierry Henry var besti leikmaðurinn í liðinu sem Neville talar um
Thierry Henry var besti leikmaðurinn í liðinu sem Neville talar um
Lærisveinar Mikel Arteta fengu gott hrós frá enska sparkspekingnum Gary Neville á Sky Sports í gær, en spilamennskan minnti hann á Arsenal-liðið fyrir 20 árum.

Neville var partur af einu og ef ekki besta liði ensku úrvalsdeildarinnar.

Hann var áskrifandi af titlum hjá Manchester United undir stjórn Sir Alex Ferguson og mikil sigurhefð sem skapaðist í kjölfarið en einn af helstu erkifjendum var lið Arsene Wenger.

Arsenal fór í gegnum tímabilið 2003/2004 án þess að tapa leik og voru gæðin slík að Neville hataði að spila gegn þeim. Frammistaða Arsenal í 3-2 sigrinum á United í gær minnti Neville á liðið sem Arsenal var með fyrir 20 árum.

„Ég naut þess að horfa á þetta. Mér fannst Arsenal vera með meiri gæði síðasta hálftímann.“

„Mér fannst þetta Arsenal-lið vera eins og það var fyrir svona 20 árum. Þegar ég spilaði gegn því liði þá óskaði ég þess að liðið myndi skjóta af löngu færi eða gefa fyrir markið, en þeir tóku alltaf auka sendingu til að komast út á vængina“

„Liðið hélt áfram að ýta okkur að teignum og mér fannst ég alltaf vera kominn dýpra, þrengra og undir mikilli pressu. Það var alltaf þessi tilfinning að það væri mark á leiðinni. Það var bara hver sóknin á fætur annarri. Þannig leið mér fyrir 20 árum þegar maður var að spila svona góðu Arsenal-liði,“
sagði Neville.

Athugasemdir
banner
banner