Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 22. febrúar 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Ramos ætlar ekki að fagna á Bernabeu
Sergio Ramos
Sergio Ramos
Mynd: EPA
Sergio Ramos, leikmaður Sevilla á Spáni, ætlar ekki að fagna ef hann skorar gegn sínu gamla félagi Real Madrid á Santiago Bernabeu um helgina.

Ramos eyddi sextán árum á mála hjá Real Madrid þar sem hann 22 titla.

Hann er talinn einn af allra bestu varnarmönnum sögunnar en hefði líklega viljað fallegri kveðjustund en þá sem hann fékk fyrir þremur árum.

Madrídingar voru aðeins tilbúnir að bjóða honum stuttan samning og fór það svo að hann samdi við Paris Saint-Germain um sumarið.

Hann er nú kominn aftur þar sem ævintýrið hófst, hjá Sevilla, en um helgina snýr hann aftur á Santiago Bernabeu í fyrsta sinn síðan hann yfirgaf Real Madrid.

„Ég ber ómælda virðingu fyrir Real Madrid og stuðningsmönnum þess. Ef ég skora þá mun ég ekki fagna, en ef ég er nógu heppinn til að skora og ef það mark mun duga til sigurs þá verð ég í skýjunum því þessi þrjú stig gætu komið sér vel að notum,“ sagði Ramos við DAZN.

„Mér mun líða eins og heima því ég eyddi svo mörgum árum þarna. Þetta eru mikilvægustu augnablik ferilsins og á ég yndislegar minningar með stuðningsmönnunum og liðsfélögunum. Þetta verður einstakt og tilfinningaríkt augnablik.“

„Á hverju ári er Real Madrid líklegt til að vinna allt. Liðið er að fara í gegnum gott augnablik, þetta eru leiðtogar og eru með leikmenn í ótrúlegum gæðaflokki. Við þekkjum leikvanginn vel og ætlum að reyna að eiga góðan leik þarna,“
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner