Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 22. maí 2022 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Óttar Magnús markahæstur í USL-deildinni - Arnór Ingvi ekki í hóp
Óttar Magnús Karlsson
Óttar Magnús Karlsson
Mynd: Venezia
Óttar Magnús Karlsson gerði sigurmark Oakland Roots er liðið vann varalið Los Angeles Galaxy, 1-0, í USL-deildinni i Bandaríkjunum í nótt.

Víkingurinn gerði eina markið um miðjan síðari hálfleikinn úr vítaspyrnu og tók svokallaða Jorginho-hlaupið áður en hann skoraði í vinstra hornið. Markið má sjá neðst í fréttinni.

Þetta var sjöunda mark hans í ellefu leikjum fyrir Oakland sem er í næst neðsta sæti USL-deildarinnar með 9 stig.

Óttar er markahæsti maður deildarinnar ásamt tveimur öðrum og virðist finna sig nokkuð vel í Bandaríkjunum.

Arnór Ingvi hvergi sjáanlegur

Arnór Ingvi Traustason var ekki í leikmannahópi New England Revolution sem vann Cincinnati, 3-2, í MLS-deildinni í nótt.

Landsliðsmaðurinn hafði spilað afar vel í síðustu tveimur leikjum og þótti því undarlegt að sjá hann ekki í hópnum en ekki var gefin útskýring á því hvort hann væri meiddur eða hvort hann hafi hreinlega ekki verið valinn.


Athugasemdir
banner
banner