Smith Rowe og Nelson á förum - Chelsea náði samkomulagi við Aston Villa - Úrvalsdeildarfélög keppast um Abraham - Arsenal vill Nico Williams -...
   mið 22. maí 2024 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Best í Mjólkurbikarnum: Þetta er liðið sem ég þekki
Sierra fékk kassa af Hleðslu í verðlaunn.
Sierra fékk kassa af Hleðslu í verðlaunn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sierra er mikilvægur leikmaður fyrir Þrótt.
Sierra er mikilvægur leikmaður fyrir Þrótt.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var skemmtilegur leikur. Við sköpuðum mikið, skoruðum mörk og héldum hreinu. Við vorum að skemmta okkur og nutum okkur vel inn á vellinum," segir Sierra Marie Lelii, leikmaður Þróttar. Hún var besti leikmaðurinn í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna.

„Skorar eitt og leggur upp tvö. Var allt í öllu í sóknarleik Þróttara. Geggjuð í dag og vonandi fyrir Þrótt tekur hún þetta með sér inn í deildina," skrifaði Sölvi Haraldsson í skýrslu sinni frá leiknum en Þróttur vann þá 5-0 sigur gegn Fylki.

„Ég var mjög ánægð með okkar frammistöðu. Þetta var öðruvísi leikur en þegar við gerðum jafntefli við þær í deildinni. Það voru aðrar taktískar áherslur og svo skoruðum við líka fimm mörk."

Þróttur hefur byrjað tímabilið erfiðlega og er liðið aðeins með eitt stig í Bestu deildinni. Liðið vonast til að þessi úrslit muni ræsa sumarið fyrir alvöru í Laugardalnum.

„Liðið sem vann 5-0 er Þróttaraliðið sem ég þekki. Við erum með mjög gott lið sem er fullt af góðum leikmönnum. Við höfum ekki verið líkar sjálfum okkur í byrjun sumars. Auðvitað er það stórt fyrir okkur að vinna og halda hreinu. Ég trúi því að hlutirnir muni byrja að falla með okkur. Við höfum verið að leggja mikið á okkur innan sem utan vallar. Við erum að undirbúa okkur vel fyrir leikinn á laugardaginn og stelpurnar eru allar spenntar fyrir því," segir Sierra en Þróttur mætir Keflavík í afar mikilvægum leik á laugardaginn. Þar mætast tvö neðstu lið Bestu deildarinnar.

Þróttur mætir Aftureldingu úr Lengjudeildinni í átta-liða úrslitunum í Mjólkurbikarnum og það verður örugglega hörkuleikur.

„Ég hlakka mjög til. Ég mun þar hitta nokkra gamla liðsfélaga úr Haukum og það verður gaman að deila vellinum aftur en að þessu sinni í mismunandi búningum," sagði Sierra að lokum.
Athugasemdir
banner
banner