Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
banner
fimmtudagur 2. maí
Besta-deild kvenna
miðvikudagur 1. maí
Lengjudeild karla
mánudagur 29. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 23. apríl
föstudagur 19. apríl
þriðjudagur 16. apríl
Meistarar meistaranna konur
mánudagur 15. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 12. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 9. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 8. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 5. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 1. apríl
Meistarar meistaranna
sunnudagur 31. mars
Enska úrvalsdeildin
föstudagur 29. mars
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
miðvikudagur 27. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
þriðjudagur 26. mars
Umspilsleikur um EM sæti
U21 karla - EM 25 undankeppni
fimmtudagur 21. mars
EM umspilið
miðvikudagur 20. mars
Lengjubikar karla - Undanúrslit
sunnudagur 10. mars
Enska úrvalsdeildin
þriðjudagur 27. febrúar
Landslið kvenna - Þjóðadeild umspil
föstudagur 23. febrúar
fimmtudagur 1. febrúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 18. janúar
Vináttulandsleikur
sunnudagur 14. janúar
fimmtudagur 14. desember
Sambandsdeild UEFA
föstudagur 8. desember
Úrslitaleikur Bose-mótsins
þriðjudagur 5. desember
Þjóðadeild kvenna
mánudagur 4. desember
Umspil fyrir HM U20
föstudagur 1. desember
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 30. nóvember
Sambandsdeild UEFA
sunnudagur 19. nóvember
Undankeppni EM
fimmtudagur 9. nóvember
Sambandsdeild UEFA
þriðjudagur 31. október
Landslið kvenna - Þjóðadeild
föstudagur 27. október
fimmtudagur 26. október
Sambandsdeild UEFA
miðvikudagur 18. október
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
þriðjudagur 17. október
Undankeppni EM
föstudagur 13. október
þriðjudagur 10. október
Meistaradeild kvenna
sunnudagur 8. október
Besta-deild karla - Efri hluti
föstudagur 6. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
miðvikudagur 1. maí
Super League - Women
Liverpool W 0 - 0 Chelsea W
Undanúrslit Meistaradeildar
Dortmund - PSG - 19:00
Elitettan - Women
Lidkoping W 3 - 1 Sunnana W
Eskilstuna United W 1 - 2 Umea W
Bollstanas W 2 - 0 Uppsala W
Gamla Upsala W 3 - 1 Jitex W
Malmo FF W 1 - 2 Mallbacken W
Kalmar W 0 - 3 Alingsas W
Orebro SK W 1 - 1 Sundsvall W
fim 18.apr 2024 14:30 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Samdi um eitt sumar og lífið breyttist algjörlega

Sierra Marie Lelii er tveggja barna móðir, íþróttafræðingur, leikskólakennari og fótboltakona. Hún ólst upp í sólinni í Flórída í Bandaríkjunum og gekk þar í háskóla. En eftir háskólanámið þá leitaði hugurinn í evrópska boltann og var stopp númer tvö hér í kuldanum á Íslandi. Síðan þá hefur hún sest hér að og búið til frábært líf sem hún kann afskaplega vel við. Hún tók sér pásu frá fótbolta árið 2019 til að snúa sér að öðru en sneri aftur fljótlega eftir það og er núna mikilvægur hluti af leikmannahópi Þróttar.

Eftir leik með Þrótti síðasta sumar.
Eftir leik með Þrótti síðasta sumar.
Mynd/Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Sierra í leik með Haukum 2019.
Sierra í leik með Haukum 2019.
Mynd/Fótbolti.net - Hulda Margrét
'Markmiðið var alltaf að fara erlendis að spila fótbolta. Ég vildi mjög mikið fara til Ítalíu þar sem pabbi er ítalskur og ég er líka með ítalskt vegabréf. En hlutirnir atvikuðust aðeins öðruvísi'
'Markmiðið var alltaf að fara erlendis að spila fótbolta. Ég vildi mjög mikið fara til Ítalíu þar sem pabbi er ítalskur og ég er líka með ítalskt vegabréf. En hlutirnir atvikuðust aðeins öðruvísi'
Mynd/Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Sierra í leik með Þrótti.
Sierra í leik með Þrótti.
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
'Ég og besta vinkona mín á Íslandi, Diljá, spiluðum saman í háskóla. Við vorum að tala saman um fótbolta og hún sagði mér að liðinu sínu vantaði framherja. Þannig endaði ég á að koma til Þróttar'
'Ég og besta vinkona mín á Íslandi, Diljá, spiluðum saman í háskóla. Við vorum að tala saman um fótbolta og hún sagði mér að liðinu sínu vantaði framherja. Þannig endaði ég á að koma til Þróttar'
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Sierra með syni sínum.
Sierra með syni sínum.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég vildi ná í meistaragráðu, byggja líf mitt upp á Íslandi og eignast annað barn. Ég ákvað því að setja fótboltann aðeins til hliðar og einbeita mér að öðrum hlutum'
'Ég vildi ná í meistaragráðu, byggja líf mitt upp á Íslandi og eignast annað barn. Ég ákvað því að setja fótboltann aðeins til hliðar og einbeita mér að öðrum hlutum'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sierra starfar í dag sem leikskólakennari og elskar það starf.
Sierra starfar í dag sem leikskólakennari og elskar það starf.
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Úr leik síðasta sumar.
Úr leik síðasta sumar.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Það er alltaf eitthvað skemmtilegt sem við erum að undirbúa og að gera. Ég elska starfið mitt og mér finnst það vera besta starf í heimi. Ég á 28 litla vini sem ég fæ að hitta á hverjum degi'
'Það er alltaf eitthvað skemmtilegt sem við erum að undirbúa og að gera. Ég elska starfið mitt og mér finnst það vera besta starf í heimi. Ég á 28 litla vini sem ég fæ að hitta á hverjum degi'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leik gegn Val síðasta sumar.
Í leik gegn Val síðasta sumar.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Þegar ég fæ frítíma, þá ver ég honum alltaf með fjölskyldunni. Að vera móðir er í forgangi hjá mér og fjölskylda mín er í fyrsta sæti'
'Þegar ég fæ frítíma, þá ver ég honum alltaf með fjölskyldunni. Að vera móðir er í forgangi hjá mér og fjölskylda mín er í fyrsta sæti'
Mynd/Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Ólafur Kristjánsson er tekinn við Þrótti.
Ólafur Kristjánsson er tekinn við Þrótti.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur fagnar marki síðasta sumar.
Þróttur fagnar marki síðasta sumar.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
' Mér líður ofboðslega vel hér á Íslandi. Ég er með stórkostlegt starf sem ég elska og ég á frábæra fjölskyldu sem er að blómstra. Ég væri alveg til í aðeins meira sólskin en íslenska sumarið lætur mig fljótt gleyma vetrinum erfiða'
' Mér líður ofboðslega vel hér á Íslandi. Ég er með stórkostlegt starf sem ég elska og ég á frábæra fjölskyldu sem er að blómstra. Ég væri alveg til í aðeins meira sólskin en íslenska sumarið lætur mig fljótt gleyma vetrinum erfiða'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net fyrir Bestu kvenna: 6. sæti
Hin hliðin - Jelena Kujundzic (Þróttur R.)

„Ég bjóst aldrei við því að líf mitt yrði svona. Það er skemmtilegt að hugsa til þess að samningur sem átti að gilda í eitt sumar endaði á því að breyta lífinu algjörlega," segir Sierra í samtali við Fótbolta.net. Saga hennar er afar merkileg en hún kom fyrst hingað til lands árið 2017 til að spila með Þrótti. En sagan byrjar í Flórída í Bandaríkjunum.

Fótboltinn tók yfir snemma
„Ég er frá Flórída og byrjaði að spila fótbolta þegar ég var þriggja ára gömul," segir Sierra um sín fyrstu skref í fótboltanum.

„Frá unga aldri má segja að fótboltinn hafi tekið yfir líf mitt"

„Þegar ég var að alast upp þá spilaði ég fyrir félag sem heitir Clearwater Chargers og er í Clearwater í Flórída. Á þeim tíma vorum við eitt besta lið ríkisins. Við spiluðum í tveimur mismunandi deildum. Í annarri deildinni voru bara lið frá Flórída og í hinni deildinni voru lið frá Flórída, Georgíu, Suður-Karólínu og Norður-Karólínu. Ég ferðaðist því mikið og frá unga aldri má segja að fótboltinn hafi tekið yfir líf mitt."

„Ef ég var ekki að spila fyrir félagið mitt, þá var ég að spila fyrir skólaliðið. Í flestum fríum þá spilað ég fótbolta. Á páskunum, á jólunum og jafnvel á gamlársdag."

Elskaði hverja mínútu
Leiðin lá svo í háskólaboltann en þar fór Sierra í skóla sem heitir Nova Southeastern University.

„En hlutirnir atvikuðust aðeins öðruvísi"

„Háskólaboltinn er mjög stór í Bandaríkjunum. Samtalið um hvaða skóla þú ert að fara í hefst í kringum 14 ára aldurinn og þetta er stór ákvörðun. Ég fór í margar heimsóknir og var í sambandi við marga skóla. En á endanum valdi ég lítinn einkarekinn skóla sem heitir Nova Southeastern University og er í Fort Lauderdale í Flórída. Ég elskaði hverja einustu mínútu sem ég var þar. Þetta er ótrúlega fallegur skóli og hann er bara tíu mínútum frá ströndinni," segir Sierra en hún átti afar farsælan feril í háskólaboltanum.

„Ég bætti mörg met og var leikmaður ársins, sóknarmaður ársins og í liði ársins í Bandaríkjunum. Ég útskrifaðist svo með BA gráðu í íþróttafræði. Ég var bara 22 ára þegar ég útskrifaðist og var ekki tilbúin að fara í 9-5 vinnu. Ég skoðaði því aðra möguleika. Eftir háskólanámið var mér boðið að ganga til liðs við Orlando Pride í bandarísku atvinnumannadeildinni. Þeir þurftu á leikmönnum að halda á meðan Ólympíuleikarnir voru í gangi."

Sierra, sem spilar venjulega sem framherji, var fengin sem bakvörður í Orlando og lærði hún þá stöðu, en hún spilaði ekki mikið. Þarna var hugurinn farinn að leita til Evrópu.

„Ég spilað langmest sem sóknarmaður á mínum ferli. Þetta var lærdómur og ég lærði þarna nýja stöðu. Ég fékk ekki að spila en ég var hluti af hópnum í nokkrum leikjum. Markmiðið var alltaf að fara erlendis að spila fótbolta. Ég vildi mjög mikið fara til Ítalíu þar sem pabbi er ítalskur og ég er líka með ítalskt vegabréf. En hlutirnir atvikuðust aðeins öðruvísi," segir Sierra og brosir.

Þannig endaði ég í Þrótti
Sierra fór fyrst til Svíþjóðar áður en kom svo til Íslands.

„Við vorum að tala saman um fótbolta og hún sagði mér að liðinu sínu vantaði framherja"

„Ég fékk tölvupóst frá Östersund í Svíþjóð, en hann fór fyrst í ruslpóstinn. Þegar ég sá hann og svaraði honum, þá var það orðið of seint. En þau settu mig í samband við annan aðila sem var að leita að erlendum leikmönnum. Félagið var Skövde og þeim vantaði hjálp til að forðast fall. Þeir fengu inn þrjá aðra bandaríska leikmenn ásamt mér og við vorum þarna fjórar saman. Þetta hljómaði skemmtilega og ég sagði því bara já."

„Við hjálpuðum liðinu að forðast fall og þetta var virkilega skemmtileg reynsla. Svíþjóð er afar fallegt land og ég var mjög glöð að fá að vera þarna. Í Svíþjóð bjó ég með liðsfélaga sem fæddist á Íslandi. Í komst að því síðar að pabbi hennar og bróðir tengdamömmu minnar, sem eru báðir íslenskir, voru saman í læknanámi í Skövde fyrir mörgum árum síðan. Þetta er afskaplega lítill heimur," segir Sierra en næsta stopp á eftir Svíþjóð var Ísland.

„Eftir að tímabilið í Svíþjóð kláraðist, þá fór ég til Duisburg í Þýskalandi. Ég var þar í viku. Umboðsmaðurinn minn sagði mér að þau vildu semja við mig, en samningurinn var ekki nægilega góður og ég hefði búið langt frá æfingaaðstöðunni og ekki með neinn bíl. Svo kom ég til Íslands. Ég og besta vinkona mín á Íslandi, Diljá, spiluðum saman í háskóla. Við vorum að tala saman um fótbolta og hún sagði mér að liðinu sínu vantaði framherja. Þannig endaði ég á að koma til Þróttar."

Fótboltann settur til hliðar um stund
„Fyrstu árin mín á Íslandi voru skemmtileg. Veturinn var ákveðið sjokk fyrir, vægast sagt og ég átti erfitt með að venjast myrkrinu. En ég held að það sé eðlilegt þar sem ég kem frá Flórída," segir Sierra.

„Ég æfði með liðinu og endaði á að skrifa undir samning á ný"

Á Íslandi kynntist Sierra kærasta sínum, markakóngnum Sveinbirni Jónassyni, og saman eiga þau tvö börn.

„Ég eignaðist son minn, sem er núna fimm ára, árið 2018. Ég sneri aftur og spilaði með Haukum árið 2019. Ég held að ég hafi byrjað að spila þegar hann var níu mánaða. En þegar ég lít til baka, þá var það of snemmt. Andlega var ég á öðrum stað. Ég vildi ná í meistaragráðu, byggja líf mitt upp á Íslandi og eignast annað barn. Ég ákvað því að setja fótboltann aðeins til hliðar og einbeita mér að öðrum hlutum. Ég reyndi fyrst að vera í kringum fótboltann þegar ég gat en ég hafði á þeim tíma engan áhuga á að koma til baka og spila aftur," segir Sierra.

„Sumarið 2022 fékk ég svo skilaboð frá Halla sem var að þjálfa ÍH í Hafnarfirði. Hann spurði mig hvort ég vildi koma og klára sumarið með þeim. Það voru stelpur í liðinu sem ég hafði spilað með og þekkti. Þannig að ég hugsaði: 'Af hverju ekki?' Það var sumar og ég var í fríi frá skóla og vinnu. Ég var með frítíma og við æfðum bara einu sinni eða tvisvar í viku. Eftir að ég byrjaði aftur þá fann ég ánægjuna við fótboltann á ný og vildi fljótlega fá hærra tempó. Ég spurði því Nik (Chamberlain, þáverandi þjálfara Þróttar) hvort ég mætti æfa með þeim. Ég æfði með liðinu og endaði á að skrifa undir samning á ný í Laugardalnum."

Vildi læra allt um þetta
Fljótlega eftir að Sierra kom til Íslands, þá hóf hún störf sem íþróttafræðingur á Heilsuleikskóla en hún fann ástríðu í tengslum við það starf.

„Ég vildi verða leikskólakennari og ég vildi læra allt um það"

„Við fókuseruðum á að borða hollt og að kenna heilbrigðan lífsstíl frá unga aldri. En ég áttaði mig fljótt á því að ég vildi 'vinna á gólfinu' eins og það er kallað. Ég vildi vera á gólfinu með öllum krökkunum. Ég vildi verða leikskólakennari og ég vildi læra allt um það. Ég sótti því um að fara í meistaranám í HÍ og ég mun útskrifast sumarið 2025. Ég á bara fáeina áfanga eftir," segir Sierra en hún er að læra menntunarfræði.

Sierra er með góð tök á íslensku en hún segir að starf sitt sem leikskólakennari hafi hjálpað hvað það varðar.

„Ég fór í íslenskunám og eftir því sem ég fór að skilja meira, þá fór að verða auðveldara að tala. Ég held að starfið mitt á leikskólanum hafi hjálpað mér mikið að ná tökum á íslenskunni."

Alltaf áhugavert að heyra hvað fólk segir
Það er óhætt að segja að það sé nóg að gera hjá Sierru.

„Ég á 28 litla vini sem ég fæ að hitta á hverjum degi"

„Það er alltaf áhugavert að heyra hvað fólk segir þegar ég hitti það í fyrsta sinn. Þegar ég er spurð hvað ég starfa við og þannig. Ég segi að ég sé móðir tveggja barna, ég er í 100 prósent starfi, ég er að taka mastersgráðu í HÍ og ég spila fótbolta með Þrótti. Fólk er hissa og segist ekki skilja hvernig þetta sé hægt. 'Hvenær nærðu eiginlega að sofa?' Ég þarf að vera rosalega skipulögð. Kærastinn minn styður rosalega mikið við bakið á mér og svo á ég bestu tengdaforeldra sem nokkur gæti óskað sér. Þau eru svo hjálpsöm og ég er svo þakklát fyrir þau," segir Sierra.

„Ég er stanslaust að fara úr einu í annað með lítinn tíma á milli. Litlu smáatriðin skipta máli. Ég vinn í sex tíma á deildinni minn og svo fara tveir tímar í dag við að undirbúa vinnuna. Ég vinn á einum besta leiksóla landsins, Leikskólanum Aðalþing. Það er alltaf eitthvað skemmtilegt sem við erum að undirbúa og að gera. Ég elska starfið mitt og mér finnst það vera besta starf í heimi. Ég á 28 litla vini sem ég fæ að hitta á hverjum degi."

Dagur í lífinu
En hvernig myndi Sierra lýsa degi í lífi sínu?

„En ég elska öll hlutverkin sem ég er með og ég myndi ekki vilja breyta þessu"

„Ef ég þyrfti að lýsa degi í mínu lífi þar sem ég er að vinna frá 8 til 14, þá er ég að vakna um sjöleytið. Ég er mætt í vinnuna klukkan átta og vinna á deildinni til 14. Svo tek ég tíma í að undirbúa næsta dag í vinnunni. Ég get stundum gert það heima í tölvunni. Ef ég klára klukkan 14 og get unnið heima, þá reyni ég sækja börnin svo ég geti verið lengur með þeim heima yfir daginn," segir Sierra.

„Eftir að ég sæki börnin, þá er ég heima með þeim þangað til ég fer í fótbolta. Ég kem svo heim, borða kvöldmat og ver tíma með fjölskyldunni þangað til börnin fara að sofa. Svo reyni ég að læra eða klára aðra vinnu sem ég þarf að klára fyrir næsta dag. Ég er oftast mjög upptekinn bæði á virkum dögum og um helgar. Sonur minn er í fótbolta, fimleikum og körfubolta og dóttir mín er í fimleikum."

„Þegar ég fæ frítíma, þá ver ég honum alltaf með fjölskyldunni. Að vera móðir er í forgangi hjá mér og fjölskylda mín er í fyrsta sæti. Þetta er mikil vinna og eins og ég hef sagt, þá þarf ég að vera mjög skipulögð. En ég elska öll hlutverkin sem ég er með og ég myndi ekki vilja breyta þessu," segir Sierra.

Ég er glöð að hafa tekið þessa ákvörðun
Það styttist í fótboltasumarið og það er afar spennandi. Sierra segist vera ánægð með þá ákvörðun að hafa snúið aftur í fótboltann.

„Ég er stolt að spila í búningi félagsins"

„Það er virkilega skemmtilegt að vera komin til baka og að spila fótbolta. Ég er mjög glöð að hafa tekið þessa ákvörðun. Ég er gríðarlega spennt fyrir sumrinu. Óli (Kristjáns) er stórkostlegur þjálfari. Hann er mikill fagmaður, sýnir mikla virðingu og er gríðarlega gáfaður. Umhverfið sem hann og Guðrún (Þóra Elfar, aðstoðarþjálfari) eru að byggja saman er fullt af jákvæðni, sjálfstrausti og keppnisskapi. Það er að mínu mati mjög kröftugt."

„Þrátt fyrir að ég sé ekki uppalin í Þrótti, þá líður mér eins og það sé heimili mitt og ég er stolt að spila í búningi félagsins."

Saknar fjölskyldunnar
Að lokum. Sierra hefur verið lengi á Íslandi núna. Saknar hún ekki heimahagana í Flórída?

„Mér líður ofboðslega vel hér á Íslandi"

„Þetta er fyndið því kærastinn minn er frá Seyðisfirði og ég er frá Flórída. Ég held að það verði ekki meira mismunandi en það. En það stærsta er að ég sakna fjölskyldu minnar. Ég er ein af fimm systkinum. Það erfiðasta er að missa af afmælum eða það bara að geta mætt heim til þeirra til að hitta þau. Fjölskylda mín kemur hingað á hverjum sumri og þau segjast tilbúin að flytja hingað líka," segir Sierra létt.

„Ég myndi samt ekki segja að ég sakni Ameríku. Ég er oft spurð að því hvort það sé planað hjá okkur að flytja til Bandaríkjanna eða Flórída. Mér líður ofboðslega vel hér á Íslandi. Ég er með stórkostlegt starf sem ég elska og ég á frábæra fjölskyldu sem er að blómstra. Ég væri alveg til í aðeins meira sólskin en íslenska sumarið lætur mig fljótt gleyma vetrinum erfiða," sagði Sierra að lokum en það verður gaman að sjá hana á vellinum með Þrótti í sumar.
Athugasemdir
banner
banner