Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 22. júní 2022 00:26
Ívan Guðjón Baldursson
Norrköping skoðar að fá Arnór Sig frítt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Arnór Sigurðsson er einn þeirra leikmanna sem mega yfirgefa félög sín á frjálsri sölu vegna innrásar Rússlandshers inn í Úkraínu.


Arnór er samningsbundinn CSKA Moskvu til 2024 en lék síðustu leiktíð hjá Venezia að láni þar sem hann fékk lítið af tækifærum.

Arnór er tilbúinn til að skipta um félag og hefur sænska félagið IFK Norrköping áhuga samkvæmt Norrköpings Tidningar.

Arnór er 23 ára gamall og vakti athygli á sér fyrir fjórum árum síðan þegar hann var aðeins táningur í liði Norrköping.

Í dag er Norrköping um miðja deild með 14 stig eftir 10 umferðir. Liðið endaði í sjöunda sæti í fyrra.

CSKA keypti hann fyrir um 4 milljónir evra og hefur Arnór spilað 66 deildarleiki fyrir rússneska félagið síðan og skorað 11 mörk.

Arnór á 21 A-landsleik að baki fyrir Ísland og er uppalinn á Akranesi.


Athugasemdir
banner
banner
banner