Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
banner
   mán 22. júlí 2024 11:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ómar um brotthvarf Aziz: Besta niðurstaðan fyrir alla
Marciano Aziz.
Marciano Aziz.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Marciano Aziz yfirgaf HK núna á dögunum eftir mikla vonbrigðadvöl hjá félaginu.

Aziz vakti mikla athygli með Aftureldingu í Lengjudeildinni sumarið 2022 og færði svo yfir í Bestu-deildina til HK.

Hann spilaði 39 leiki fyrir HK og skoraði í þeim fimm mörk, en frammistaða hans hjá félaginu vakti ekki mikla lukku.

Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, var spurður út í brotthvarf Aziz eftir jafntefli HK gegn Vestra um liðna helgi.

„Hann var að renna út á samningi í haust og hefur ekki verið í liðinu. Þetta var besta niðurstaðan fyrir alla; fyrir hann að komast heim fyrst hann er ekki að spila og fyrir okkur að búa til pláss í leikmannahópnum," sagði Ómar en HK er að skoða að styrkja leikmannahóp sinn núna í júlí.

„Við skoðum markaðinn í heild. Ég er ekki rosalega bjartsýnn að það verði mikið um hreyfingar hér innanlands. Við þurfum sennilega að skoða erlendis og maður þarf að vanda til verka þar. Við sjáum hvað við gerum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner