Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 22. nóvember 2020 19:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bielsa: Erum pirraðir því við áttum að vinna leikinn
Mynd: Getty Images
Marcelo Bielsa, stjóri Leeds, var svekktur að hafa ekki tekið þrjú stig gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag. Leikurinn endaði með markalausu jafntefli.

Leeds var mikið sterkari aðilinn í dag, átti 25 marktilraunir gegn níu hjá Arsenal. Leeds var þá 66 prósent með boltann. Arsenal var einum færri frá 51. mínútu eftir að Nicolas Pepe fékk að líta rauða spjaldið.

„Við erum pirraðir því við hefðum átt að vinna leikinn. Við reyndum að skapa hættu með mismunandi leiðum; í gegnum vængina, með löngum boltum og á minna svæði í gegnum miðjuna. Við náðum að skapa hættu en náðum ekki að nýta það til að skora."

„Frammistaðan var góð; 11 gegn 11 spiluðum við mjög vel, manni fleiri vorum við hættulegri."

Brasilíumaðurinn Raphinha byrjaði sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni fyrir Leeds. „Hann vann mikið. Við komumst mikið á bak við hægra megin, það var ekki alltaf hann en hann lagði sitt af mörkum."

Leeds er í 14. sæti deildarinnar með 11 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner