Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 23. janúar 2022 16:18
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mjög umdeildur vítaspyrnudómur - „Fáránleg ákvörðun"
Mynd: EPA
Liverpool vann Crystal Palace 3-1 á Selhurst Park í dag.

Liverpool var með tveggja marka forystu í hálfleik en Palace menn voru sterkir seinni hluta fyrri hálfleiks. Þeir héldu uppteknum hætti í upphafi síðari hálfleiks og náðu að minnka muninn.

Ansi mörg tækifæri fóru forgörðum hjá Palace í leiknum og þegar skammt var eftir af leiknum fékk Liverpool vítaspyrnu sem Fabinho skoraði úr og tryggði Liverpool sigurinn.

Vicente Guaita markvörður Crystal Palace felldi Diogo Jota í teignum og vítaspyrnan var dæmd eftir að dómararnir í VAR herberginu skoðuðu það lengi áður en dómari leiksins skoðaði það og dæmdi víti. Dómurinn var ansi umdeildur og margir á því að þetta hafi alls ekki verið vítaspyrna.

Hægt er að sjá myndband af atvikinu með því að smella hérna.






Athugasemdir
banner
banner
banner