Keflavík hefur samþykkt að selja framherjann unga Stefan Alexander Ljubicic til Brighton & Hove Albion. Þorsteinn Magnússon framkvæmdastjóri Keflavíkur staðfesti þetta í samtali við Fótbolta.net.
Að sögn Ólafs Garðarssonar, umboðsmanns Stefans, þá hefur leikmaðurinn gert þriggja ára samning við Brighton en samningurinn tekur gildi í sumar
Að sögn Ólafs Garðarssonar, umboðsmanns Stefans, þá hefur leikmaðurinn gert þriggja ára samning við Brighton en samningurinn tekur gildi í sumar
Stefan er 194 cm á hæð en hann er er sonur Zoran Daníel Ljubicic sem lék með Keflavík við góðan orðstír um áraraðir og þjálfaði síðan liðið.
Stefan Alexander er einungis sextán ára gamall en hann spilaði þrjá leiki í Pepsi-deildinni í sumar.
Eldri bróðir hans, Bojan Stefán, hefur einnig leikið með Keflavík undanfarin ár.
Athugasemdir