Trent búinn að semja við Real um kaup og kjör - Man Utd ætlar að losa sig við Rashford og Casemiro - United skoðar ungan Tyrkja
banner
   sun 23. mars 2025 15:03
Brynjar Ingi Erluson
Fyrrum unglingalandsliðsmaður Alsír á reynslu hjá Víkingi - Elti drauminn í heimildarþáttum
Samy Mahour
Samy Mahour
Mynd: La Gazette du Fennec
Alsírski sóknartengiliðurinn Samy Mahour er á reynslu hjá Víkingi sem spilar nú æfingaleik við Keflavík í Víkinni.

Samy er 21 árs gamall og á að baki 6 landsleiki og eitt mark með U20 ára landsliði Alsír.

Hann er uppalinn í Frakklandi og spilaði síðast með Paris FC, en var einnig á mála hjá belgíska félaginu Gent.

Þessi fransk-alsírski leikmaður er þessa dagana á reynslu hjá Víkingi í Bestu deildinni og var settur í byrjunarliðið gegn Keflavík en liðin eigast við í æfingaleik á Víkingsvelli.

Samy var einn af nokkrum ungum og upprennandi fótboltamönnum sem komu fram í frönsku heimildarþáttunum Dream Chaser en þar er skyggnst inn í líf þeirra er þeirra reyna af allra bestu getu að vinna sér inn atvinnumannasamning.

Eftir að hafa farið tvisvar á reynslu hjá Gent fékk hann loks samning þar sem hann eyddi tveimur árum áður en hann hélt aftur til Frakklands. Heimildarþáttinn má sjá hér fyrir neðan.




Athugasemdir
banner
banner
banner