Tilboð væntanlegt í Ederson - Man Utd hefur rætt við Frank og Pochettino - Frank, Maresca, McKenna og De Zerbi á blaði Chelsea
   þri 23. apríl 2024 10:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Áfram 26 manna hópar á EM
Verður Rashford í hópnum hjá Southgate?
Verður Rashford í hópnum hjá Southgate?
Mynd: EPA
Það styttist í að UEFA staðfesti að það verði áfram 26 manna leikmannahópar hjá liðunum sem taka þátt í EM í sumar.

Fjölgað var úr 23 í 26 á síðasta EM sökum covid og var stefnt að því að snúa til baka í 23 manna hóp á komandi EM.

Á nýlegum fundi þjálfaranna fyrir EM þá fékk tillaga um að haldist yrði við 26 manna leikmannahóp mikinn stuðnings.

Á BBC er fjallað um það að Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, hefði hallast að því að hafa einungis 23 leikmenn en hefði breytt um skoðun vegna fjölda meiðsla í ensku úrvalsdeildinni í vetur.

EM í Þýskalandi hefst 14. júní.
Athugasemdir
banner
banner
banner