Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   sun 23. maí 2021 10:45
Elvar Geir Magnússon
Bestur í 5. umferð - Fagnaði með boltastrákunum
Orri Hrafn Kjartansson (Fylkir)
Orri Hrafn er leikmaður umferðarinnar.
Orri Hrafn er leikmaður umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri skoraði tvö mörk gegn Keflavík.
Orri skoraði tvö mörk gegn Keflavík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir að hafa byrjað á bekknum í tveimur umferðum á undan fékk Orri Hrafn Kjartansson traustið hjá þjálfurum Fylkis í leiknum gegn Keflavík í fimmtu umferð og þakkaði fyrir sig.

Sjá einnig:
Úrvalslið 4. umferðar Pepsi Max-deildarinnar

„Var öflugur á miðjunni hjá Fylki og skoraði tvö glæsileg mörk. Góður dagur á skrifstofunni," skrifaði Stefán Marteinn Ólafsson, fréttamaður Fótbolta.net, í skýrslunni eftir leikinn.

Orri var valinn maður leiksins og er einnig leikmaður umferðarinnar.

Eftir að hann skoraði seinna mark leiksins, með góðu skoti fyrir utan teig, hljóp hann að boltastrákum við hliðarlínuna og fagnaði með þeim. Orri er ekki hár í loftinu og fyrrum liðsfélagi hans, Valdimar Þór Ingimundarson, sá sér leik á borði á Twitter.

„Þeir voru þarna nokkrir boltastrákar á vellinum búnir að segja mér að koma til sín ef að ég myndi skora. Ég hljóp til þeirra og stóð við mitt," sagði Orri við Vísi eftir leikinn.

Orri Hrafn spilaði í yngri flokkum Fylkis en árið 2018 keypti Heerenveen hann í sínar raðir. Eftir að hafa leikið með yngri liðum hollenska félagsins mætti hann aftur heim í lok ágúst í fyrra og gerði samning til 2023.

„Númer eitt bara frábært að fá þrjú stig. Það var það sem skipti máli hérna í dag," sagði Orri Hrafn sem var hógvær í viðtali við Fótbolta.net eftir sigurinn gegn Keflavík en hér má sjá mörkin hans tvö

„Geggjað að geta hjálpað liðinu og mjög gaman að geta skorað tvö mörk og vinna leikinn sem náttúrulega aðalatriðið."


Fylkismenn sóttu sinn fyrsta sigur í Pepsi Max deildinni þetta tímabilið og Orri segir það mikinn létti fyrir hópinn.

„Já það er það, við fengum þungt högg með jöfnunarmarkið í Kórnum á lokamínútu og þetta var erfitt á móti Leikni. Við þurftum að sanna að við eigum skilið að vera með fleirri stig og getum verið með fleiri stig og við þurftum að ná í þrjá punkta hér í kvöld."

Leikmenn umferðarinnar:
4. umferð: Ágúst Eðvald Hlynsson (FH)
3. umferð: Thomas Mikkelsen (Breiðablik)
2. umferð: Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
1. umferð: Sölvi Geir Ottesen (Víkingur)
Orri Hrafn: Ef þú skorar fleiri mörk þá vinnurðu leikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner