Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
   mán 10. maí 2021 09:00
Fótbolti.net
Bestur í 2. umferð - Er að vinna með Grealish lúkkið
Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Hallgrímur er að vinna með Grealish lúkkið.
Hallgrímur er að vinna með Grealish lúkkið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hallgrímur fagnar fyrra marki sínu á Meistaravöllum.
Hallgrímur fagnar fyrra marki sínu á Meistaravöllum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Grímsi var stórkostlegur í dag! Tvö mörk og stoðsending, sífellt ógnandi og duglegur varnarlega líka," skrifaði Baldvin Már Borgarsson, fréttamaður Fótbolta.net, í skýrslunni um 3-1 útisigur KA gegn KR á föstudagskvöld.

Hallgrímur Mar átti frábæran leik, var maður leiksins og er nú einnig valinn leikmmaður 2. umferðar Pepsi Max-deildarinnar.

Sjá einnig:
Úrvalslið 2. umferðar Pepsi Max-deildarinnar

„Hallgrímur Mar var frábær, hann virkar í þrusustandi. Hann hefur tekið alvöru undirbúningstímabil með KA núna," segir Elvar Geir Magnússon í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 á laugardaginn en Hallgrímur dvaldi í Hollandi veturinn fyrir tímabilið í fyrra.

„Djöfull sem það eru miklir töfrar í þessum litlu leggjum. Þetta þriðja mark KA til dæmis, annað markið hans, þetta lítur svo auðveldlega út. Hann fékk smá pláss og sparkaði boltanum í gegnum þennan litla glugga. Það eru ekki rosalega margir í þessari deild sem geta þetta. Það er út af þessu sem er svo gaman að horfa á Grímsa spila fótbolta. Hann er bara lítill töframaður og einn minn uppáhalds leikmaður í deildinni undanfarinn áratug," segir Tómas Þór Þórðarson í útvarpsþættinum.



Hallgrímur Mar, sem er 30 ára gamall, er með gríðarlegan sköpunarmátt eins og allir sem fylgjast með íslenska boltanum þekkja vel. Hann hefur skapað og skorað og átt mörg góð tímabil. Egill Sigfússon, fréttaritari Fótbolta.net, telur að þetta tímabil gæti þó orðið hans besta.

„Djöfull lítur hann vel út, ég gæti trúað því að þetta gæti orðið hans besta tímabil hingað til. Hann er að vinna með Grealish lúkkið, með sokkana niður á kálfa. Eftir leikinn gegn Leikni verður hann einn orðinn leikjahæsti leikmaður KA frá upphafi," segir Egill í hlaðvarpsþættinum BÁN en Hallgrímur var með sokkana vel neðarlega eins og þekkist hjá Jack Grealish, fyrirliða Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni.

Hér að neðan má sjá viðtal við Hallgrím sem tekið var eftir sigurinn gegn KR.

Leikmenn umferðarinnar:
1. umferð: Sölvi Geir Ottesen (Víkingur)
Hallgrímur Mar: Arnar þurfti tíma til að setja sinn svip á liðið
Athugasemdir
banner
banner