Freyr Alexandersson er einn þeirra sem nefndur er sem mögulegur kostur í danska landsliðsþjálfarastarfið í þættinum Fodboldslisten hjá danska ríkisútvarpinu.
Íþróttafréttamaðurinn Thomas Loft ræðir þar við kollega sína og sparkspekinga um hver gæti tekið við sem landsliðsþjálfari Danmerkur eftir að Kasper Hjulmand lét af störfum. Á tíu nafna lista þáttarins er Freyr.
Íþróttafréttamaðurinn Thomas Loft ræðir þar við kollega sína og sparkspekinga um hver gæti tekið við sem landsliðsþjálfari Danmerkur eftir að Kasper Hjulmand lét af störfum. Á tíu nafna lista þáttarins er Freyr.
Rætt er um Danir vilji fá ferskt nýtt blóð og sýn inn í þetta og Freyr sé mjög spennandi þjálfari sem sé góður í að búa til góðan liðsanda og stemningu.
Þá er talað um að Freyr hafi reynslu af landsliðsumhverfi frá íslenska landsliðinu og hafi í tvígang náð að bjarga liðum á ævintýralegan hátt frá falli; fyrst Lyngby í Danmörku og svo Kortrijk í Belgíu.
Freyr er að búa sig undir nýtt tímabil með Kortrijk en hann hefur vakið mikla athygli fyrir árangur sinn og vildi Union St. Gilloise ráða hann til sín.
Þó sparkspekingar í Danmörku séu að tala um Frey er ekki vitað hvort hann sé raunverulega á blaði hjá danska fótboltasambandinu núna en samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur forseti sambandsins áður reynt að fá hann til að taka við kvennalandsliði þjóðarinnar.
Athugasemdir