Napoli hefur áhuga á Grealish - Tottenham horfir til Mainoo - Real Madrid til í að opna veskið fyrir Rodri
   mið 23. júlí 2025 20:53
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sjáðu frábært mark Hallgríms gegn Silkeborg - „Ekkert annað en sanngjarnt!"
Grímsi hefur skorað fjögur mörk í síðustu fjórum leikjum.
Grímsi hefur skorað fjögur mörk í síðustu fjórum leikjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skemmtikraftur.
Skemmtikraftur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA gerði í kvöld 1-1 jafntefli gegn Silkeborg á JYSK Park í Danmörku. Um fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppninnar í Sambandsdeildinni var að ræða.

Silkeborg komst yfir með marki frá Callum McCowatt á 38. mínútu og danska liðið leiddi allt þar til á fyrstu mínútu uppbótartíma en þá jafnaði markahsæti leikmaður í sögu KA, Hallgrímur Mar Steingrímsson, metin. KA hafði átt líklegar tilraunir að marki Silkeborg í leiknum og ekki hægt að segja að jöfnunarmarkið hafi verið ósanngjarnt.

Hallgrímur skoraði með vinstri fótar skoti hægra megin úr teignum, setti boltann alveg upp í fjærhornið. Rodri hafði komið höfði sínu í boltann eftir aukaspyrnu, skallaði boltann niður fyrir Hallgrím sem smellhitti boltann. Markið er þriðja Evrópumark Hallgríms á ferlinum.

„AUÐVITAÐ! Og þetta er ekkert annað en sanngjarnt! Rodri skallar niður fyrirgjöf frá Römer í teignum. Boltinn fellur fyrir Hallgrím hægra megin í teignum sem krullar hann stórglæsilega í hornið fjær óverjandi fyrir Larsen í marki heimamann," skrifaði Sverrir Örn Einarsson sem textalýsti leiknum.

Markið úr útsendingu Livey má sá hér að neðan.

Lestu um leikinn: Silkeborg 1 -  1 KA




Athugasemdir
banner
banner