þri 23. nóvember 2021 20:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Carrick: Þessi sigur er fyrir Ole
Michael Carrick.
Michael Carrick.
Mynd: Getty Images
„Þetta er frábært kvöld fyrir leikmennina," sagði Michael Carrick sem stýrir Manchester United til bráðabirgða eftir 0-2 sigur á Villarreal í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld.

United er komið áfram í 16-liða úrslit keppninnar eftir þennan sigur og á góðan möguleika á því að vinna sinn riðil.

„Mér fannst varamennirnir koma mjög sterkir inn í leikinn. David de Gea hélt okkur inn í leiknum, en þetta var sigur liðsheildarinnar. Við erum með góðan hóp. Þessi sigur er fyrir Ole," sagði fyrrum miðjumaðurinn.

Carrick tók við liðinu af Ole Gunnar Solskjær, en það er auðvitað enn borin mikil virðing fyrir Solskjær á Old Trafford enda er hann goðsögn þar.

„Ég naut þess mikið að stýra liðinu. Ég verð að þakka samstarfsmönnum mínum, þeir hjálpuðu mér. Þetta snýst ekki bara um mig, þetta snýst um alla og við erum komnir áfram."

Jadon Sancho opnaði markareikning sinn fyrir United og var Carrick ánægður fyrir hans hönd. „Hann er búinn að leggja svo mikið á sig. Hann gaf allt í þetta. Hann stóð sig vel bæði sóknarlega og varnarlega og markið kórónaði leik hans."
Athugasemdir
banner
banner
banner