Gylfi Þór Sigurðsson var ekki með íslenska landsliðinu í nýliðnu landsliðsverkefni vegna meiðsla.
Hann sneri aftur á völlinn í haust eftir ríflega tveggja ára fjarveru. Hann hafði byrjað fimm leiki í röð með félagsliði og landsliði þegar Lyngby mætti Vejle 12. nóvember. Þá var hann ekki í leikmannahopi liðsins.
Hann sneri aftur á völlinn í haust eftir ríflega tveggja ára fjarveru. Hann hafði byrjað fimm leiki í röð með félagsliði og landsliði þegar Lyngby mætti Vejle 12. nóvember. Þá var hann ekki í leikmannahopi liðsins.
„Gylfi lék síðustu tvo landsleiki og bætti þar markametið með liðinu, hann er markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins. Meiðsli Gylfa í dag eru í vöðvafestum í læri og rassi, þarf hann að fara varlega svo meiðslin verði ekki viðvarandi. Verður Gylfi í meðhöndlun næstu daga og vikur til að reyna að ná sér góðum svo endurkoma hans á vellinum geti haldið áfram," segir í grein 433.is frá 14. nóvember.
Landsliðsþjálfarinn Age Hareide var í dag spurður hvort meiðsli Gylfa og Hákonar Arnar Haraldssonar, sem gat heldur ekki spilað með landsliðinu, væru alvarleg.
„Ég held ekki. Hákon glímir við vandamál í kálfa en það verður leyst. Ég held að meiðsli Gylfi tengist of miklu álagi sem er eðlilegt. Hann hefur verið frá í langan tíma, kemur aftur til baka og lendir í álagsmeiðslum. Hann þarf að hvíla og svo mun hann koma til baka 100% heill," sagði Hareide.
Athugasemdir