Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fim 23. nóvember 2023 16:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hareide ánægður með dráttinn: Besta niðurstaðan
Það eina sem er í huga okkar er að vinna þennan leik í undanúrslitunum
Það eina sem er í huga okkar er að vinna þennan leik í undanúrslitunum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Við vitum að góð úrslit geta veitt sjálfstraust og aukið trúna
Við vitum að góð úrslit geta veitt sjálfstraust og aukið trúna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir leik Íslands gegn Ísrael á Laugardalsvelli í fyrra.
Eftir leik Íslands gegn Ísrael á Laugardalsvelli í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Marki gegn Ísrael fagnað.
Marki gegn Ísrael fagnað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Åge er á því að Úkraína sé með besta liðið í umspilinu.
Åge er á því að Úkraína sé með besta liðið í umspilinu.
Mynd: EPA
Í fótbolta er reynsla lífsnauðsynleg, sérstaklega fyrir svona leiki og fyrir stórmót.
Í fótbolta er reynsla lífsnauðsynleg, sérstaklega fyrir svona leiki og fyrir stórmót.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsþjálfarinn Age Hareide sat fyrir svörum á rafrænum fréttamannafundi í dag eftir að dregið var í umspilið fyrir EM 2024. Ljóst er að Ísland mætir Ísrael á hlutlausum velli í undanúrslitum og sigurvegarinn úr því einvígi mætir sigurvegaranum í einvígi Bosníu og Úkraínu á útivelli í úrslitaleik. Undanúrslitin og úrslitin fara fram í mars.

Ísrael er andstæðingur sem við getum gert vel á móti. Við vorum með mann á leiknum gegn Sviss og ég held við séum með góða yfirsýn yfir liðið og getu þess. Enginn af þessum leikjum er auðveldur, þetta er eins og bikarleikur; þú verður að vera klár, þarft að vera þolinmóður og það eina sem er í huga okkar er að vinna þennan leik í undanúrslitunum. Það sama gildir um andstæðinginn."

„Þessir leikir geta verið taugatrekkjandi og jafnir, þetta verður mjög áhugavert. Það veit auðvitað enginn hvernig menn munu koma inn í verkefnið og hvernig liðið mun líta út í marsmánuði þar sem við erum í nóvember núna. Þetta verður spennandi og vonandi getum við spilað úrslitaleikinn sem ég held að verði á móti Úkraínu,"
sagði norski þjálfarinn.
   08.11.2023 13:36
Ísland spilar tvo leiki í Miami í janúar

Mjög mikilvægt að finna góða taktík
Hvað ætlar þú og teymið að gera næstu mánuði?

„Við vorum með einn njósnara á leiknum hjá Ísrael í Búdapest. Við fáum skýrslu frá honum og skoðum síðustu leiki hjá Ísrael. Þeir hafa spilað mikið af leikjum núna að undanförnu. Við vitum að þeir eru með gæðaleikmenn í sínum röðum. Það er mjög mikilvægt að við getum skipulagt góða taktík áður en við mætum þeim."

„Við förum til Bandaríkjanna og kíkjum þar á leikmenn sem spila aðallega á Íslandi eða í Skandinavíu. Kannski finnum við leikmann þar sem passar inn í hópinn fyrir verkefnið í mars. Eitt af vandamálunum fyrir þá sem spila í Svíþjóð og Noregi er að það verða ekki svo margir leikir framundan. Það er mikilvægt að vera með leikmenn sem eru í toppstandi, við þurfum slíka leikmenn, við erum með góða toppa en erum háðir því að vera með alla klára og í standi til að spila. Það er mjög mikilvægt fyrir marsmánuð."

„Styrktarþjálfarinn mun taka saman skýrslur í janúar og febrúar frá félögunum svo við getum fylgst hversu mikið leikmenn æfa og hvernig þeir æfa."

„Við munum einnig ræða mikið við leikmenn, ræðum stöðuna, uppsetninguna, hvernig þeir hafa staðið sig til þessa og hvaða væntingar eru gerðar til þeirra fyrir komandi verkefni."


Ekkert í fótbolta er ómögulegt
Ertu ánægður að vera dreginn gegn Ísreal? Er það betra en að mæta Wales?

„Ég held það, að spila við Wales í Cardiff, sé erfiðara verkefni. Við spilum við Ísrael á hlutlausum velli sem er okkur í hag. Af liðunum sem við gátum mætt þá held ég að þetta sé besta niðurstaðan. En öll þessi lið eru erfið og við þurfum að vera á topp-topp leveli til að komast í gegn og mætum svo öðrum öflugum andstæðingi - líklega Úkraínu - sem ég sá á móti Ítalíu þar sem þeir voru mjög góðir. Ítalska liðið var heppið í þeim leik að tapa ekki."

„Þetta verða tveir mikilvægir leikir fyrir Ísland. Ekkert í fótbolta er ómögulegt. Við hlökkum til þessa tveggja leikja, þurfum fyrst að komast í gegnum fyrri leikinn og svo getum við skoðað seinni leikinn."


Lífsnauðsynlegt að vera með reynslu í hópnum
Ísland hefur áður farið í umspilið. Er mikilvægt að vera með leikmenn í hópnum sem hafa farið í svona stóra leiki áður?

„Í fótbolta er reynsla lífsnauðsynleg, sérstaklega fyrir svona leiki og fyrir stórmót. Það vantar upp á reynslu hjá ungum leikmönnum og það getur leitt til fleiri mistaka heldur en hjá þeim sem reyndari eru. Það er eðlilegt. Þú þarft að loka augunum og gefa ungu leikmönnunum tækifæri á að spila. Við höfum gert það og þeir eru að verða betri og betri. Í framtíðinni munu þessir ungu leikmenn verða mjög mikilvægir fyrir Ísland og íslenskan fótbolta. Reyndir leikmenn, sem hafa verið á þessu sviði í nokkurn tíma, munu leiða hina áfram þegar kemur að svona leikjum. Vonandi verða menn heilir og klárir í að spila í marsmánuði."

Úkraína besta liðið í umspilinu
Age er nokkuð viss um að Úkraína sigri Bosníu í hinni undanúrslitaviðureigninni.

„Ég býst við því að Úkraína vinni Bosníu. Úkraína er örugglega besta liðið af öllum þessum liðum. Ef við komumst í þann leik og mætum þeim, þá verður það mjög erfiður andstæðingur. Við þurfum að hugsa fyrst um Ísrael, komast áfram, við vitum að góð úrslit geta veitt sjálfstraust og aukið trúna. Við þurfum að hafa trú þegar við mætum í þessa leiki, annars getum við allt eins gefið þá frá okkur. Ég trúi og við munum finna leið til að sigra Ísrael."
   23.11.2023 12:11
Gerðum tvisvar 2-2 jafntefli gegn Ísrael í fyrra

Öll lið eru með veikleika
Age hefur ekki séð leikina sem Ísland lék gegn Ísrael í Þjóðadeildinni í fyrra.

„Ég hef ekki séð þá leiki, en ég hef séð leiki sem þeir hafa spilað nýlega. Við munum auðvitað horfa á leikina sem við spiluðum gegn þeim. Í síðustu leikjum gaf Ísrael allt sem það átti til að ná í úrslit. Þeir eru með gæðaleikmenn og við þurfum að taka það til greina. Við vitum líka að öll lið eru með veikleika og við þurfum að finna þá," sagði þjálfarinn að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner