Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
   sun 23. nóvember 2025 16:23
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Roma á toppinn - Ferguson opnaði markareikninginn
Matias Soule heldur áfram að reynast Roma mikilvægur
Matias Soule heldur áfram að reynast Roma mikilvægur
Mynd: EPA
Evan Ferguson skoraði fyrsta mark sitt fyrir Roma
Evan Ferguson skoraði fyrsta mark sitt fyrir Roma
Mynd: EPA
Roma kom sér í efsta sæti Seríu A á Ítalíu í dag með 3-1 sigri liðsins á Cremonese í dag.

Argentínumaðurinn Matias Soule skoraði fallegt mark á 17. mínútu með skoti fyrir utan teig. Það var hans fimmta fyrir utan teig á tímabilinu, en enginn hefur skorað fleiri en hann.

Írski framherjinn Evan Ferguson bætti við öðru hálftíma fyrir leikslok sem var hans fyrsta í Roma-treyjunni áður en Wesley gerði þriðja markið fimm mínútum síðar.

Francesco Flino skoraði sárabótarmark fyrir Cremonese undir lokin en lengra komust heimamenn ekki. Roma er á toppnum með 27 stig en Cremonese í 12. sæti með 14 stig.

Parma-menn unnu 2-1 útisigur á Hellas Verona. Mateo Pellegrino kom gestunum á bragðið á 18. mínútu en Verona jafnaði með marki Giovane á 65. mínútu.

Pellegrino skoraði annað mark sitt fimm mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma og reyndist hetja Parma. Giovane átti stórfurðulegan skalla til baka á markvörðinn, en Pellegrino komst í boltann og lyfti honum yfir markvörðinn og í netið.

Parma er í 15. sæti með 11 stig en Verona með 6 stig í neðsta sæti.

Cremonese 1 - 3 Roma
0-1 Matias Soule ('17 )
0-2 Evan Ferguson ('64 )
0-3 Wesley ('69 )
1-3 Francesco Folino ('90 )

Verona 1 - 2 Parma
0-1 Mateo Pellegrino ('18 )
1-1 Giovane ('65 )
1-2 Mateo Pellegrino ('80 )


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 15 11 0 4 34 14 +20 33
2 Milan 15 9 5 1 24 13 +11 32
3 Napoli 15 10 1 4 22 13 +9 31
4 Roma 14 9 0 5 15 8 +7 27
5 Juventus 15 7 5 3 19 14 +5 26
6 Bologna 15 7 4 4 23 13 +10 25
7 Como 14 6 6 2 19 11 +8 24
8 Lazio 15 6 4 5 17 11 +6 22
9 Sassuolo 15 6 3 6 21 19 +2 21
10 Udinese 15 6 3 6 16 22 -6 21
11 Cremonese 15 5 5 5 18 18 0 20
12 Atalanta 15 4 7 4 19 18 +1 19
13 Torino 15 4 5 6 15 26 -11 17
14 Lecce 15 4 4 7 11 19 -8 16
15 Cagliari 15 3 5 7 15 21 -6 14
16 Genoa 15 3 5 7 16 23 -7 14
17 Parma 15 3 5 7 10 18 -8 14
18 Verona 15 2 6 7 13 22 -9 12
19 Pisa 15 1 7 7 10 20 -10 10
20 Fiorentina 15 0 6 9 12 26 -14 6
Athugasemdir
banner
banner
banner