Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 24. febrúar 2024 10:39
Aksentije Milisic
Davíð Kristján að semja við lið í Póllandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Davíð Kristján Ólafsson er í læknisskoðun hjá pólska liðinu Cracovia.


Davíð er 28 ára gamall vinstri bakvörður sem er uppalinn hjá Breiðabliki. Hann er á leiðinni til liðsins frá sænska liðinu Kalmar FF en hann lék 30 deildarleiki með liðinu á síðustu leiktíð. Davíð hefur spilað með Kalmar frá árinu 2022.

Þá á Davíð 15 landsleiki að baki með íslenska landsliðinu og hefur hann skorað eitt mark.

Cracovia er í Kraká en félagið hefur orðið pólskur meistari fimm sinnum. Liðið var stofnað árið 1906 og er það næst elsta félag Póllands.

Liðið er í níunda sæti pólsku deildarinnar sem stendur. Davíð er samningsbundinn Kalmar út þetta ár.Athugasemdir
banner
banner