Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 24. júlí 2020 09:00
Innkastið
Vantar karaktera í Breiðablik?
Blikar fagna marki í sumar.
Blikar fagna marki í sumar.
Mynd: Hulda Margrét
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir að hafa verið með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir hefur Breiðablik einungis krækt í tvö stig í síðustu fimm leikjum sínum í Pepsi Max-deildinni.

Reynir Leósson, sérfræðingur á Stöð 2 Sport, spurði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara liðsins að því gær hvort að það vanti karaktera í liðið. Umræða var einnig um það sama í Innkastinu á Fótbolta.net í gær.

„Óskar sagði 'ég ætla ekki að gagnrýna mína menn, þeir eru góðir í fótbolta og við erum með karaktera.' Svarið gaf ekkert meira en það. En hver er það sem dregur þá upp úr svaðinu?" sagði Tómas Þór Þórðarson í Innkastinu í gær.

„Þetta er valid spurning. Það er engin tilviljun að Reynir Leósson er að velta þessu fyrir sér. Ef við tökum Guðjón Pétur sem dæmi. Hann hefur unnið og gert helling. Hann er algjör sigurvegari. Hann er kannski erfiður karakter en hann er fyrst og fremst frábær leikmaður og drífur menn áfram. Ég sé ekki hver er sá einstaklingur í þessu liði. Elfar Freyr, sem er einn af reynslumestu mönnunum, ætti kannski að vera í einhverju svona hlutverki. Í staðinn er hann að biðja um skiptingu í fyrri hálfleik á móti Val og staðan á honum er óljós," sagði Ingólfur Sigurðsson.

Óskar ekki í heitu sæti
Tómas Þór segir að Óskar Hrafn Þorvaldsson þurfi ekki að hafa áhyggjur af stöðu sinni sem þjálfari Breiðabliks þar sem hann sé að byggja upp nýtt lið.

„Þeir þyrftu að vera í fallsæti eftir fjórtán umferðir. Auðvitað er hann ekki að fara," sagði Tómas.

Næsti leikur Breiðabliks er gegn ÍA á heimavelli á sunnudag en þar á eftir kemur Stjarnan í heimsókn á Kópavogsvöll.

„Þeir eru í brekku og verða að vinna sig upp úr henni. Það verður mjög forvitnilegt að sjá hvernig þeir verða í næstu leikjum og hvernig þeir tækla ástandið," sagði Ingólfur Sigurðsson.

Tómas Þór Þórðarson bætti við: „Gleymum því ekki að síðan Óskar tók upp meistaraflokks skeiðklukkuna þá hefur hann varla tapað fótboltaleik. Þetta er fyrsta brekkan og fyrsta alvöru mótlætið hjá honum sem þjálfari. Þetta hefur verið svo mikil veisla hjá honum að hann var kjörinn þjálfari ársins hjá samtökum íþróttafréttamanna. Hann hefur ekki séð þetta á sínum þjálfaraferli."

Hér að neðan má hlusta á Innkastið.
Innkastið - Titringur í Breiðabliki og Stjarnan getur unnið mótið
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner