Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
banner
   sun 24. september 2023 17:43
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Boniface óstöðvandi - Jafntefli í Frankfurt
Victor Boniface hefur farið feykilega vel af stað með Leverkusen. Hann á sex mörk og tvær stoðsendingar í fimm fyrstu deildarleikjum liðsins. Hann er auk þess búinn að skora í einum bikarleik og gefa mark og stoðsendingu í Evrópudeildarleik.
Victor Boniface hefur farið feykilega vel af stað með Leverkusen. Hann á sex mörk og tvær stoðsendingar í fimm fyrstu deildarleikjum liðsins. Hann er auk þess búinn að skora í einum bikarleik og gefa mark og stoðsendingu í Evrópudeildarleik.
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Það fóru tveir leikir fram í þýska boltanum í dag þar sem Bayer Leverkusen vann þægilegan sigur gegn nýliðum Heidenheim áður en Eintracht Frankfurt og og Freiburg skildu jöfn.


Leverkusen tók forystuna snemma á heimavelli með marki frá hinum funheita Victor Boniface eftir stoðsendingu frá Exequiel Palacios.

Lærisveinar Xabi Alonso voru talsvert sterkari aðilinn og voru afar óheppnir að tvöfalda ekki forystuna fyrir leikhlé. Það voru hins vegar gestirnir úr Heidenheim sem skoruðu gegn gangi leiksins í síðari hálfleik, með einu marktilraun sinni úr leiknum.

Eren Dinkci jafnaði á 58. mínútu en gestirnir voru  ekki lengi í paradís því Jonas Hofmann kom heimamönnum í Leverkusen yfir á nýjan leik fimm mínútum síðar.

Boniface tvöfaldaði forystuna með marki úr vítaspyrnu áður en Amine Adli gerði endanlega út um viðureignina á 82. mínútu og niðurstaðan verðskuldaður sigur Leverkusen sem hefur farið feykilega vel af stað á nýju tímabili. Leverkusen deilir toppsætinu með Bayern, þar sem bæði lið eiga 13 stig eftir 5 umferðir. 

Staðan var þá markalaus í Frankfurt þar sem heimamenn í Eintracht tóku á móti Freiburg í spennandi slag. 

Niðurstaðan varð nokkuð jafn slagur þar sem heimamenn voru með undirtökin en tókst ekki að nýta færin sín nægilega vel.

Lokatölur urðu 0-0 og eru bæði lið með sjö stig eftir fimm fyrstu umferðir tímabilsins.

Bayer Leverkusen 4 - 1 Heidenheim
1-0 Victor Boniface ('9 )
1-1 Eren Dinkci ('58 )
2-1 Jonas Hofmann ('63 )
3-1 Victor Boniface ('74 , víti)
4-1 Amine Adli ('82 )

Eintracht Frankfurt 0 - 0 Freiburg


Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 14 12 2 0 51 11 +40 38
2 RB Leipzig 14 9 2 3 29 16 +13 29
3 Dortmund 14 8 5 1 24 12 +12 29
4 Leverkusen 14 8 2 4 30 19 +11 26
5 Hoffenheim 14 8 2 4 29 20 +9 26
6 Stuttgart 14 8 1 5 25 22 +3 25
7 Eintracht Frankfurt 14 7 3 4 29 29 0 24
8 Union Berlin 14 5 3 6 19 23 -4 18
9 Freiburg 14 4 5 5 21 23 -2 17
10 Köln 14 4 4 6 22 23 -1 16
11 Gladbach 14 4 4 6 18 22 -4 16
12 Werder 14 4 4 6 18 28 -10 16
13 Wolfsburg 14 4 3 7 20 24 -4 15
14 Hamburger 14 4 3 7 15 24 -9 15
15 Augsburg 14 4 1 9 17 28 -11 13
16 St. Pauli 14 3 2 9 13 26 -13 11
17 Heidenheim 14 3 2 9 13 30 -17 11
18 Mainz 14 1 4 9 13 26 -13 7
Athugasemdir
banner
banner
banner