Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 24. nóvember 2020 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Umboðsmaður Hakimi: Hann gat farið til Napoli
Achraf Hakimi í leik með Inter
Achraf Hakimi í leik með Inter
Mynd: Getty Images
Alejandro Camano, umboðsmaður Achraf Hakimi, segir að leikmaðurinn átti möguleika á því að ganga til liðs við Napoli á Ítalíu.

Marokkómaðurinn gekk til liðs við Inter frá Real Madrid í sumar fyrir 40 milljónir evra en hann hefur átt í erfiðleikum með að koma sér fyrir í liði Inter.

Hann hefur aðeins lagt upp þrjú mörk og skorað eitt í tíu leikjum með Inter.

„Við þurfum að bíða aðeins áður en við sjáum bestu útgáfuna af Hakimi," sagði Camano við Radio Kiss Kiss.

„Hann er að aðlagast og ítalski boltinn er svolítið flókinn en hann er þegar farinn að sýna hvað hann er fær um að gera. Hann er með hraða og tækni."

„Napoli vildi kaupa hann í sumar en núna er hann leikmaður Inter og það er toppklúbbur,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner