Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 24. nóvember 2021 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ólíklegt að Neuer nái Casillas
Neuer
Neuer
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Iker Casillas, fyrrum markvörður Real Madrid og Porto, er sá markvörður sem spilaði flesta leiki í Meistaradeild Evrópu.

Manuel Neuer er í öðru sæti með 53 leikjum færra. Alls lék Casillas 177 leiki í Meistaradeildinni og Neuer spilaði í gær sinn 124. leik.

Casillas var aðalmarkvörður Real frá árinu 1999 til ársins 2015. Hann hélt sæti sínu í Meistaradeildinni þrátt fyrir að fara á bekkinn í deildinni tímabilin 2012-13 og 2013-14. Hann lék alls 148 leiki í Meistaradeildinni með Real og svo 29 leik með Porto.

Neuer er 35 ára gamall og þyrfti að komast í úrslitaleikinn í ár og svo næstu þrjú tímabil á eftir. Þá þyrti hann einnig að spila í riðlakeppninni tímabilið 2025-26. Spili leikmaður alla leiki liðs síns í Meistaradeildinni spilar liðið þrettán leiki ef það kemst í úrslitaleikinn.

Neuer hefur verið leikmaður Bayern Munchen frá árinu 2011 en hann missti út stóran hluta af tímabilinu 2017-18 vegna meiðsla. Þegar Neuer spilaði gegn Dynamo Kiev í gær jafnaði hann leikjafjölda Gianluigi Buffon sem lék 124 leiki í keppninni á sínum ferli.

Cristiano Ronaldo er leikjahæsti leikmaður í sögu Meistaradeildarinnar með 181 leik. Lionel Messi er í þriðja sæti með 152 leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner