Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 24. nóvember 2022 19:38
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikið: Portúgalar heppnir að sigra gegn Gana
Mynd: EPA

Portúgal og Gana áttust við í fyrstu umferð heimsmeistaramótsins í dag og úr varð skemmtileg viðureign. Portúgalar stjórnuðu gangi mála í fyrri hálfleik en staðan var markalaus þar til á 65. mínútu.


Þá opnuðust flóðgáttirnar og urðu lokatölur 3-2 en Ganverjar voru óheppnir að krækja sér ekki í jafntefli á lokamínútunum.

Diogo Costa markvörður Portúgala gerði þá skelfileg mistök þar sem hann áttaði sig ekki á því að Inaki Williams, framherji Gana, ætlaði að ræna af honum boltanum.

Williams faldi sig bakvið Costa sem lagði boltann á jörðina í staðinn fyrir að taka útspark langt fram. Williams nýtti tækifærið, hljóp aftan að Costa og stal boltanum af honum en rann í leiðinni og missti þannig boltann aftur frá sér. Þarna hefði Williams getað jafnað leikinn í 3-3 og bjargað fræknu stigi fyrir Gana.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner