Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 25. febrúar 2020 13:30
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Kári ætlar að toppa í landsleikjunum í mars
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason, varnarmaður íslenska landsliðsins og Víkings, segist hafa hagað undirbúningstímabili sínu þannig að hann verði í eins góðu formi og mögulegt er þegar Ísland mætir Rúmeníu í umspili fyrir EM þann 26. mars næstkomandi.

„Arnar (Gunnlaugsson, þjálfari Víkings) leyfir okkur gömlu mönnunum í Víkingi að haga þessu eftir okkar höfði. Ég er að spila þetta svolítið eftir landsleikjunum. Að toppa þá. Ég stíg síðan á bremsurnar í 1-2 vikur áður en ég keyri allt í botn fyrir tímabilið," sagði Arnar í útvarpsþætti Fótbolta.net á laugardaginn.

Kári hefur lítið spilað með Víkingi í vetur en hann byrjar að spila leiki á næstunni þegar leikirnir verða utandyra en ekki inn í fótboltahúsum.

„Um leið og við förum út byrja ég að spila fyrir liðið. Ég ætla að reyna að ná fjórum 90 mínútum áður en þessir landsleikir koma. Það eru þrír Lengjubikarleikir og svo einn leikur í æfingaferð úti á Spáni," sagði Kári.

Kári er staðráðinn í að fara á þriðja stórmótið í röð með íslenska landsliðinu. „Ég legg allt í sölurnar fyrir það," sagði Kári.

Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Kári klár í slaginn - Gestur vikunnar í útvarpsþættinum
Athugasemdir
banner
banner