Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
banner
   lau 25. mars 2023 22:06
Ívan Guðjón Baldursson
Kjarnafæðismótið: KA sigurvegari sjötta árið í röð
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

KA 3 - 0 Þór
1-0 Ásgeir Sigurgeirsson ('26)
2-0 Hallgrímur Mar Steingrímsson ('28)
3-0 Hrannar Björn Steingrímsson ('69)
Rautt spjald: Ragnar Óli Ragnarsson, Þór ('85)


Lestu um leikinn: KA 3 -  0 Þór

KA tryggði sér í kvöld sinn sjötta Kjarnafæðistitil í röð eftir þægilegan 3-0 sigur á Þór í úrslitaleiknum. Þetta er annað árið í röð sem KA vinnur úrslitaleikinn 3-0.

KA er eini þátttakandi Kjarnafæðismótsins sem leikur í efstu deild og sást það skýrt og greinilega á mótinu í ár.

Ásgeir Sigurgeirsson og Hallgrímur Mar Steingrímsson skoruðu mörk KA í fyrri hálfleik áður en Hrannar Björn Steingrímsson gerði út um viðureignina í síðari hálfleik.

Ásgeir skoraði eftir slæm mistök í varnarleik Þórsara áður en Hallgrímur Mar skoraði laglegt mark beint úr aukaspyrnu. 

Ragnar Óli Ragnarsson fékk rautt spjald í liði Þórs undir lokin en það gerði lítið til. 


Athugasemdir
banner
banner
banner