Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 25. júlí 2018 17:01
Brynjar Ingi Erluson
Heiðar fótbrotnaði gegn KR - Ekki meira með á tímabilinu
Heiðar Ægisson í leik með Stjörnunni
Heiðar Ægisson í leik með Stjörnunni
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Heiðar Ægisson, leikmaður Stjörnunnar í Pepsi-deild karla, verður ekki meira með liðinu á þessu tímabili en hann fótbrotnaði í leiknum gegn KR síðustu helgi. Þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolta.net í dag.

Heiðar, sem er fæddur árið 1995, hefur leikið 88 leiki og gert 1 mark fyrir Stjörnuna í deild- og bikar.

Hann hefur verið fastamaður í liði Stjörnunnar á þessari leiktíð en varð fyrir því óláni að fótbrotna gegn KR í síðustu umferð.

Hann fór meiddur af velli og strax var óttast að meiðslin væru slæm, nú er raunin sú að hann verður ekki meira með á tímabilinu. Hann verður frá næstu tvo til þrjá mánuði og ætti því að ná tímabilinu í háskólaboltanum í Bandaríkjunum.

Heiðar er í námi við Boston College í Bandaríkjunum og heldur aftur út í ágúst.

Jóhann Laxdal mun að öllum líkindum byrja gegn FCK á morgun er liðin mætast í forkeppni Evrópudeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner