sun 25. september 2022 08:20
Ívan Guðjón Baldursson
CIES: Gavi langbesti táningurinn undir 18
Mynd: Getty Images
Mynd: Heimasíða Chelsea

CIES Football Observatory heldur úti ýmissi tölfræði úr fótboltaheiminum og notar tölfræði til að meta gæði og mögulega verðmiða leikmanna.


CIES gaf út skemmtilegan lista á dögunum þar sem má finna tíu bestu leikmenn heims sem fæddir eru 2004 eða seinna.

Pablo Gavi, miðjumaður Barcelona og spænska landsliðsins, er langefstur á þessum lista með 93 stig af 100 mögulegum.

Í öðru sæti er markvörðurinn Gabriel Slonina, sem er nýlega genginn í raðir Chelsea, með 73 stig af 100. 

Topp 10:
1. Pablo Gavi 93/100 - Barcelona 
2. Gabriel Slonina 73/100 - Chelsea 
3. Daniil Khudyakov 72/100 - Lokomotiv Moskva
4. Victor Hugo 72/100 - Flamengo
5. Angelo Gabriel 70/100 - Santos
6. Savio Moreira 70/100 - PSV Eindhoven
7. Mohamed-Ali Cho 68/100 - Real Sociedad
8. Emre Bilgin 65/100 - Besiktas
9. Giovani Henrique 64/100 - Palmeiras
10. Bilal El Khannous 63/100 - Genk


Athugasemdir
banner
banner